Andvari - 01.01.1916, Page 45
Andvari.l
á íslandi í fornöld o. fl.
37
oð forfeður vorir hafa á söguöldinni — sjálfrí
gullöldinni — ekki átt neinni sérlegri veðursæld
að fagna. Sögurnar bera það með sér, að verðr-
áttufarið hefir verið mjög svipað eins og á seinni
öldum.
Eftir hina svo kölluðu söguöld voru eins og kunn-
ugt er fremur friðsamar tíðir með bærilegri hagsæld
í búnaði og kjörum manna yfirleitt fram undir 1200
þegar Sturlungaöldin höfst með viðbjóðslegum ill-
deilum, siðspillingu og manndrápum. Ekki fóru
menn samt á þessu tímabili varhluta af harðindum
frekar en fyrr og síðar. Árið 1047 var frostavetur
hinn mikli og 1051 (?) segir Ljósvetningasaga að hafi
verið íllfært um fjöll og fjárfellir mikill, en þó tók
út yfir 1056 þá var óaldarvetur hinn seinni eða »óöld
í kristni«; var þá manndauði mikill af sulti og alt
etið sem tönn festi á. í*á var svo snæmikið liver-
vetna um vorið, að ílestir gengu til alþingis. Har-
aldur konungur Sigurðsson sendi þá til íslands 4
skip hlaðin mjölfi, og kvað á að ekki skippund
skyldi vera dýrra en fyrir liundrað vaðmála; hann
leyfði og utanför öllum fátækum mönnum, þeim er
fengi sér vistir um haf. Sumarið eftir var hið bezta
og veturinn þar eftir svo góður að engi þeli kom í
jörðu og gengu menn berfættir til tíða um jól, en
húsuðu og lögðu garða á þorra. 1078 var snjóavet-
ur hinn mikli.1)
Á 12. öld hafa íslendingar heldur ekki altaf
verið ánægðir með veðrið, eflir því sem ráða má af
1) íslenzkir annálar 1888 bls. 17, 318. Ljósvetningasaga
(1896) bls 97. Landnáma (1843) bls. 323—324. Fornmanna-
sögur VI. bls. 266. ísl. ann. bls. 18, 58, 110, 319, 472.