Andvari - 01.01.1916, Page 47
■Audvari 1
á íslandi í fornöld o. íl.
39
uði fyrir vetur, þá dóu í Norðlendingafjórðungi af
sólt og sulti tultugu hundruð (2400) frá veturnóttum
til fardaga. Veturinn eftir (1193) er Þorlákur biskup
lielgi dó, einni nótt fyrir jólaaftan »stóð til mikils
hallæris og áfellis«. 1196 var manntapavetur og 1197
óöld mikil og ísalög; þungur vetur; um þingið var
veðrátta ill og ofanföll. 1198 var vetur mikill og
lrorfði mörgum mönnum þunglega; þá var liallæri
mikið til kostar og vatnavextir miklir um alt land.1)
Á hinum fyrra helmingi 13. aldar var veðráttu-
farið svipað eins og áður, oft er getið unr liarðindi
og úáran. Árið 1200 voru hríðar miklar og veðr-
átta köld og horfði ráð manna til liins mesta voða
og hallæris um alt land. Þá tóku menn það ráð, að
taka upp bein Jóns biskups Ogmundssonar hins helga
og leggja í skrín í Hólakirkju og það hjálpaði, þá
koin þeyr og nóg jörð alstaðar. 1202 var frostavet-
ur og 1203 bj'sna sumar, þá lágu ísar við land
Maríumessu hina fyrri og 30 menn gengu úr Flatey
til lands ájísi á Seljumannamessu. IJá dóu fátækir menn
svo hundruðum skifti af sulti í Norðlendingafjórðungi.
1211 var þerrileysi hið mesta, 1225 ílt sumar og vot-
viðrasamt og vont næsta surnar 1226. IJá dóu um
vorið 100 naula fyrir Snorra Sturlusyni á búi hans
i Svignaskarði. IJá sendi Snorri son sinn Jón murta
á Þingnessþing við sjöunda mann og höfðu þeir allir
einn hest. Atleiðingar af þessum harðindum hafa
líklega verið manndauði mikill af sótt og sulti, sem
getið er um 1227. Veturinn 1233 var harður og ill-
1) ísl. annálar (1888) bls. 22, 61, 119, 120, 121, 180,181,
254, 323, 324, 477. Sturlunga (Oxf.) I., bls. 63, 99, 104, 110,
127, 156, 196. Biskupasögur I. 113, 114, 119, 122, 123.