Andvari - 01.01.1916, Page 48
40
Um veðráttu og landkosti
|Andvari.
ur og kallaður jökulvetur hinn mikli, þá voru haíís-
ar alt sumarið. 1236 var ilt vor, en vetur allgóður.
Til landauðnar horfði þá á ísafirði áður fiskur gekk
upp á Kviarmið. 1240 kom bólnasótt hin fyrsta og
1246 var aftur sólt og manndauði. í nóvembermán.
1242 reið Kolbeinn ungi með sex hundruð manna
suður Tvídægru, urðu þeir fyrir miklum hrakning-
um, kól suma til bana, en suma lil örkumla; 1251
var hallæri mikið og vetrarríki, ilt til matar og lieyja1).
Vér höfum þá stuttlega yíirfarið allan þorra
þeirra frásagna sem til eru um veðráttufar frá því
landið fanst fram á miðja 13. öld, en á því tíma-
bili ætla sumir að verið hafi eintóm veðurblíða og
árgæzka á íslandi. Eru skýrslur þessar nægar til að
sýna, að fornmenn sem uppi voru á þeim öldum,
hafa als ekki verið öfundsverðir. af árferðinu; hall-
æri og mannfall af sulti, fjárfellir, heyleysi og bjarg-
ræðisskortur hafa engu síður þjakað þjóðina á þeim
tímum en síðar. Að fornmenn, þó árferðið væri mis-
jafnt, samt komust vel af og voru búhöldar belri en
niðjar þeirra, var að þakka tápi þjóðarinnar, dugnaði
og sparneytni.
í*á er að athuga hvort það er rétt sem haldið
heflr verið fram af Otto Pettersson, Edvard Bull há-
skólakennara í Kristianíu o. fl. fræðimönnum, að
stórum hafi versnað árferði um miðja 13. öld og
einkum á hinni 14. og hafi þá byrjað mikil afturför
í búnaði og allri menningu íslendinga. Sérslaklega
á að hafa verið mikil óáran á árunum 1291 —1348
1) Biskup*sögur I, bls. 137, 144, 145, 184, 186, 187,257
—259, 503, 546, 548. II, bls. 56. ísl. ann. (1888) bls. 23, 62,
122, 123, 127, 131, 181, 182, 186, 190, 254, 256, 324, 328. Sturl-
unga (Oxf.) I, bls. 272, 275, 315, 318, 342.