Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 50
42
Um veðráttu og landkosti
(Andvari.
tveir tyrkneskir sjóræningar reka á undan sér stóra
hópa aí íslendinguni eins og fé til slátrunar, enginn
þorir að bera liönd fyrir liöfuð sér. Búskapur allur
og bjargræðishættir virðast á miklu bærra stigi á 14.
öld en í byrjun 17. aldar, og þó var einokunarverzl-
unin ekki enn þá farin að hafa vond áhrif á afkomu
landsmanna. Slík breyting á tápi þjóðarinnar og
þjóðarandanum er furðanleg og orsakir hennar liafa
enn eigi verið rannsakaðar. Stórsóttir voru skæðast-
ar á 15. öld, þá gekk svarti dauði 1402 —1404, og
1493 plágan seinni, en á þeirri öld vita menn lítið
um árferði og tlestar heimildir hætta eftir 1430 þegar
Lögmannsannáll þrýtur.
Hin almenna skoðun að afturför Islendinga liaíi
hyrjað í stórunr stíl á 14. öld og þaðan af farið
smátt og smátl vaxandi, virðist ekki á nægum rökum
bygð. í efnalegu tilliti er ekki sjáanleg nein veru-
leg afturför á 14. og 15. öld; í »íslenzku Fornbréfa
safni« eru mörg skjöl og skilríki er sýna, að bú
liöfðingjanna hafa þá jafnvel verið stærri en á sögu-
öld og Sturlungaöld, og kúabúin miklu meiri en á
vorum dögum. Máldagar kirkna, skiftaskrár og testa-
mentisbréf sýna að lausafjáreign manna tekur langt
fram því sem seina varð og steindur tíklega fullkom-
lega jafnfætis efnaliag manna á söguöld, ef ekki fram-
ar. En annars er þelta enn eigi nægilega rannsakað.
Verulegrar afturfarar gætir ekki að sjáanlegt sé fyrr
en um og eftir siðabót, en úr því fer þjóðinni óð-
fluga aftur í verklegri menningu og efnahag. Þessi
afturför getur varla verið að kenna harðindum, eld-
gosum og stórsóttum, slík óhöpp liafa dunið yfir
ísland á ýmsum öldum og þjóðin hefir oftasl risið
við aítur eftir stuttan tíma. Orsakirnar til afturíar-