Andvari - 01.01.1916, Side 52
44
Um veöráttu og landkosti
[Andvari*.
hugsunarháltur eftir þeirra tíma sniði liafði eigi gagn-
tekið þjóðina fyrr en 2 eða 3 öldum síðar; hugsun-
arhátturinn er enn þá á miðri 13. öld undarlegur
sambreyskingur af heiðni og kaþólskri kirkjulrú;,
kristnar hugmyndir eftir skilningi vorra tima verða
menn sjaldan eða aldrei varir við. Hinn nýi siður
heflr þó eflaust á ýmsan hátt veiklað mótstöðuafl
alþýðunnar gegn óblíðu náttúrunnar. Harka heiðn-
innar er ekki eflirbreytnisverð eftir siðmenningu vorra
tíma, en ölmusugæði hinnar kaþólsku kirkju voru
Iíka ákaílega misbrúkuð. Þó líknarslarfsemi kirkj-
unnar eftír eðli sínu væri lofsverð, þá hafði hún þó'
að sumu leyti óheppileg áhrif á bjargræðisvilja og
viðleitni alþýðunnar. Þelta sést glögglega á sveitar-
stjórnarlöggjöfinni. Um sveilarstjórn og fátækrafram-
færslu á landnámstíð og söguöld vita menn lítið, en
hinir lieiðnu siðir munu að nokkru leyti lýsa sér í
ákvæðum Grágásar, þó þar sé líklega komin nokkur
áhrif hins nýja siðar. Frændaframfærslan var þá miklu
viðtækari og strangari én siðar, og náði alt til fjór-
menninga, en annars gjörðu sveilirnar alt sitt til að
annast sannarlega þurfandi fólk. Öðru máli var að
gegna með húsgangsmenn, um þá voru lögin ákaf-
lega hörð, enginn mátti hýsa þá eða geta þeim mat
og varðaði hegningu ef úl af var brugðið; heilbrigðir
húsgangsmenn voru alveg réttlausir, menn máttu að ó-
sekju taka þá og hýða fullri hýðingu og það var jafnvel
heimilt að gelda þá. Á þessu varð mikil breyting
síðar, á Sturlungaöld, þegar alt var komið á ringul-
reið, voru menn farnir að flakka svo bundrum skifti
og það stundum undir forustu sjálfra biskupanna;.
allir þekkja þann óþjóðalýð, sem jafnan safnaðist
kringum Guðmund Arason biskup, flakkarahópar