Andvari - 01.01.1916, Síða 54
46
Um veðrálsu og landkosti
iAndvaru
þeim ekki tækist að koma á fullkominni einokun af
því að herskipastól þeirra og verzlun hnignaði óð-
lluga á 14. öld, þá lögðu þeir ýms óeðlileg bönd á
verzlun íslands, sem voru íslenzkri alþjrðu til all-
mikils baga. Alt þetta hlýtur er stundir liðn að hafa
rýrt efnahag og mótstöðuaíl íslendinga. Það er margt
að athuga ef rannsaka skal hvernig atvinnubrögðum
og afkomu íslenzkrar alþýðu smátt og smált hnign-
ar, en svo mikið er víst, að afturförin er ekki ein-
göngu að kenna illu árferði, slysum og náttúru
viðburðum.
Hér að framan höfum vér með tilfærðum dæm-
um sýnt, að allar fornar, íslenzkar heimildir ein-
dregið votla, að árferði fornaldarinnar heíir verið
misjafnt og breytilegt og engan veginn blíðara og
þýðara en á seinni öldum. Þá liggur fyrir að rann-
saka aðrar röksemdir, sem dregnar hafa verið af at-
vinnuvegum fornmanna, lífernisháttum og ýmsum
fyrirbrigðum náttúrunnar. Höfum vér heldur eigi
getað fundið, að þær hafi neilt sönnunargildi um
mildara veðráttufar.
Hinir fyrstu landnámsmenn Iofuðu ílestir land-
ið, þó einstöku raddir gerðu minna úr. Garðar »lof-
aði mjök landit«, en Flóki »lét illa yfir«, enda hafði
hann drepið fé sitt úr hor; Herjólfur sagði kost og
löst á landinu en Þórólfur hvað drjúpa smjör af
liverju strái. Þar sem Skallagrímur setlist að, á Borg
í Mýrasýslu »voru mýrlendi mikil ok skógar víðir,
langt i milli fjalls ok fjöru, selveiðar gnógar ok fiski-
fang mikit«. Kvikfé Skallagríms gekk sjálfala í skóg-
um, rekaviður var þá mikill við Mýrar og nolaði
Skallagrímur hann til skipasmíða. \ Álftanesi hafði
hann annað bú og lét sækja þaðan útróðra, selveið-