Andvari - 01.01.1916, Side 55
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. íl.
47
ar og eggver'). Ekki leizt Ingimundi gamla í fyrstu
á að flytja sig til íslands, er hann álli tal við völv-
una »eigi verð ek þá góður kaupmaður« sagði hann
»ef ek sel áttjarðir mínar margar, allar góðar, en
fara í eyðibygðir þær«, og áður hafði hann kallað
ísland »eyðisker«; þó varð úr að hann lluttist til
íslands. Grímur hinn háleyski komst svo að orði:
»er mér sagt gott frá landkostum, at þar gangi fé
sjálfala á vetrum, en fiskr i hverju vatni, skógar
miklir, en frjálsir af ágangi konunga og illræðis-
manna1 2). Björn og Helgi synir Ivetils fiatnefs vildu
fara til íslands, »því at þeir þóttust þaðan margt
fýsilegt fregit liafa; sögðu þar landkosti góða, ok
þurfti ekki fé at kaupa, kölluðu vera hvalrétt mik-
inn ok laxveiðar, en fiskastöð öllum missarum«. Ivetill
svarar: »í þá veiðistöð kem ek aldregi á gamals aldri3).
í Eyrbyggju er sagt að »þeir menn er komu af Islandi
sögðu þar góða landkosti«4). Geirmundi heljarskinn
þótti engin frægðarför meiri en fara til íslands5),
hann hafði aldrei færri en 80 vígra karla með sér
óg hefir þurft mikil tilföng, enda aflaði hann þeirra
þar sem þau þá voru mest, norður á Ströndum.
Ekki þótti Karla leysingja Ingólfs miklir landkostir
við Reykjavík, úr því hann sagði »til ils fóru vér
um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta«B),
Grelöðu þótti illa ilmat úr jörðu í Dufansdal, en á
Eyri þótti henni hunangsilmur úr grasi, en Örn frændi
1) Egla. Rvik 1892, bls. 71, 74.
2) Vatnsdæla 1893, bls. 25, 27, 28.
3) Laxdæla 1895, bls. 3.
4) Eyrbyggja 1895, bls. 4.
5) Sturlunga I, bls. 71.
0) Landnáma (1891) bls. 34,103—104.