Andvari - 01.01.1916, Síða 56
48
[Aiidvari.
Um veðráttu og landkosti
'Geirmundar heljarskinns sat um veturinn i Tjalda-
nesi »því at þar gekk eigi sól af um skammdegift1).
Þegar Önundur tréfótur settist að á Ströndum við
hið hrikalega Kaldbakshorn, þótli honum mikil utn-
skifti: »kröpp eru kaup ef hreppik Kaldbak en ek
læt akra«2). Ekki hefir liann búist við að geta haft
•þar mikla akuryrkju.
Af þessum dæmum sést, að ummæli manna um
landkosti voru þegar á landnámstíð nokkuð misjöfn,
en víst er það, að ísland liafði þá ýmislegt til ágælis
sins, sem gekk í augu Iandnema. Það sem rnenn
töldu til landkosta er flest af sjó og völnum, veiði-
skapur alskonar, ftskiveiðar, hvalrekar, selaveiði, lax-
og silungsveiði, eggver og rekaviður; þá telja menn
til landkosta skóga víða, sem fé gat gengið í sjálf-
ala, mikil lönd grasgefin o. s. frv. Landnámsmenn
komu allir úr hrjóstrugum harðbalalöndum, frávest-
urströndu Noregs og frá eyjunum við Skotland; þeir
voru vanir örðugum lífskjörum og harðri baráltu
fyrir bjargræði sínu. Pað hlaut að vera unun fyrir
víkinga og veiðimenn, sent alt af voru að slarka á
sjónum, að komast i þau uppgrip af allalongum, sem
hljóta að hafa verið við strendur íslands á binni
fyrstu landnámstíð; enginn mennskur maður hafði
þá frá öndverðu hreyft við þessum dýrðlegu hlunn-
indum, dýralífið hafði þroskast óáreitt um þúsund-
ir ára; ótal selir hafa spakir og spikfeitir viðr-
að sig á skerjunum án þess að ugga að sér, öll fugla-
björg og varpliólmar voru fullir af fugli, silungar í
liverri á og í liverju vatni, rekaviðarrastir, sem safn-
1) Landnáma (1891) bls. 34, 103-104
2) Grettissaga 1900, bls. 18.