Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 60
52
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
við nein sældarkjör. Mönnum hættir við að gjöra
alt of mikið úr þessum frásögum og draga af þeim
þá ályktun, að allur búsmali haíi vetur og sumar
gengið úti og ekki hafi þurft að hafa neitt fyrir því.
Árferðiskaflinn hér á undan er bezta sönnunin gegn
slíkum öfgum og í sögunum eru auk þess nógar heim-
ildir til að sýna, að menn urðu eins og nú að afla
heyja, ef búskapurinn átti ekki að fara alveg á höf-
uðið. Hvernig hefði óaldarvetur í heiðni 975 ált að
sverfa svo hart að mönnum, að þeir dóu hrönnum
úr sulti, og þeir er lifðu átu alt sem tönn á festi,
liefði slík búsæld verið og veðurblíða, sem sumir
trúa og kvikfénaðurinn allur gengið sjálfala.
Sumum verður inikið um hve kvikfénaðurinn
tímgaðist fljótt á landnámsöld, og Jón Jónsson sagn-
fræðingur verður svo lirifinn, að liann kemst svo að
orði um þessa tímgun: wÞess var ekki langt að bíða,
að kvikfénu fjölgaði, er það gekk þannig frjálsl og
sjálfala vetur og sumar. Er það segin saga, að lífs-
fjör og þróltur bæði mgnna og dýra eykst um allan
helming þar er frelsi drotnar og sjálfræðift1) Undar-
leg frelsisliugmynd! sem örðugt er að samrjuna við
reynsluna. Hér er að ræða um úligangspening, sem
varð að basla fyrir lífinu í kafaldsbyljum, frostum og
áfreðum, oft liungraður og líklega stundum varla risa
af megurð; árferðið íslenzka mun sjaldan hafa verið
svo blílt að límgunarþróttur fénaðarins ykist urn liá-
vetur af velsæld og sjálfræði, en fangtími sauðfjár er
sem kunnugt er að vetrarlagi. Nú eru annars mjög
fáar heimildir fyrir því, að kvikfé liafi tímgast svo
fljótt. Þegar svínin eru fráskilin, hefi eg ekki orðið
1) Gullöld íslendinga bls. 235.