Andvari - 01.01.1916, Page 62
54
Um veðráttu og landkosti
|Andvari.
áttu 8—20 grísi í hverju kasti. Svín voru í fornöld
rekin í haga með kálfum og stóðhrossnm, þó virð-
ast þau aldrei hafa verið mjög algeng alidjrr á íslandi.
Þeir sem trúa á liina fornu veðursæld skírskota
oft til lcornyrkjunnar. Það er kunnugt að landnáms-
menn þegar frá öndverðu gerðu tilraunir með akur-
yrkju á sama hátt og þeir höfðu verið vanir í Noregi
og að þeir ráku þá atvinnugrein með töluverðum
árangri út allan lýðveldistímann og fram á 14. og
15. öld og jafnvel lengur á stöku stað. Kornyrkjan
er þó engin sönnun fyrir betra árferði, enda mundi
eins mega rækta korn á íslandi á vorum dögum eins
og til forna, ef það borgaði sig. Að akuryrkjan var
stunduð í fornöld þrátt fyrir marga annmarka og
örðugleika, stóð i nánu sambandi við verzlun þeirra
tíma, samgöngur, lifnaðarhátt og bjargræðislag. Korn
var mjög lílið nolað til matar, enda var kornyrkjan
á Íslandí aldrei annað en aukagela við aðalatvinnu-
vegina, líkt og kálrækt og kartöílurækt á vornm dög-
um. Korn var þá djrr matur, mjöl kostaði jafn mik-
ið eins og sama þyngd af smjöri eða osti og var það
kallað mjölvægur matur. Frá 1100—1300 er það
vanalegt lag á mjöli og mjölvægum mat, að
þrjár vættir liafa sama verðmæti eins og kjTr eða 6
ær loðnar og lembdar. Nú eru 3 íslenzkar vættir
104 kg. og eftir verðlagsskrám 1915 og meðalverði
um alt land á fríðum peningi liefir þá hverl kg. kost-
að 108 au. eða 54 aura pundið í núgildandi pen-
ingum.
Dr. Björn M. Olsen hefir samið ágæta ritgjörð
um kornyrkju á íslandi til forna1), og sýnir liann
1) Búnaðarrit 24. árg. 1910, bls. 81—107.