Andvari - 01.01.1916, Síða 64
56
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
varð sem kunnugt er ekki almennur hversdagsmatur
fyrr en á 19. öld. í skrá um eignir dómkirkjunnar
á Hólum 1374 eru talin mikil matvæli og meðal
annars 90 vættir smjörs og ellefu tigir vætta skreið-
ar, en ekki nema sex fjórðungar mjöls. í Sigurðar-
registri er talinn kostur á Hólum 1525 er Jón Ara-
son tók við, og voru þar til tvö hundruð væltir af
smjöri og 60 vættir skreiðar, en 10 tunnur mjöls1).
Byggið mun hafa verið aðalkorntegund á íslandi
til forna, hvort sem það var innlent eða aðílutt; það
notuðu menn í brauð og graut og til ölgerðar, en
vér erum nú harla ófróðir um margt er snertir dag-
legt líf forfeðra vorra. Brauðs er mjög sjaldan getið
í sögunum og hefir þótt sælgæli; þess er t. d. getið
um Þorgeirr smjörhring að honum þótti engi matur
jafngóður sem hrauð og smjör2). Af orðum Sturl-
ungu um Ólafsgildið á Reykhólum virðist rnega ráða,
að nýtt mjöl liafi verið notað þar til sælgætis »lil
beinabótar ok ágætis«, líklega þá í brauð. Brauð
sem rnenn gjörðu í þá daga hér á landi og í Noregi
hafa líklega helzt verið linar kökur eins og enn tíðkast
á íslandi, en ekki harðar kökur (knáckebröd) eins
og nú tíðkast í Svíþjóð og Noregi3); liklega hafa
menn á íslandi í þá daga, sem síðar, einnig búið til
soðkökur. Ekkert sýnir betur hvað brauð liefir verið
fágætt á íslandi en það, að biskupar verða í
skriptaboðum sínum að taka það fram, þegar fasta
1) Dipl. island. III, bls. 289. Landfræðissaga I, bls. 137.
2) Reykdæla (1896) kap. 12, b!s. 33.
3) í Ilákonarsögu er talað um »flúrbrauð bakat svá
þykkt ok blautt at vefja mátti saman«, en Hákan konungs-
son vafði því utan um frosið smjör og mælti; abindu nú
smjörit Birkibeinar«. Fornmannasögnr IX, bls. 241.