Andvari - 01.01.1916, Síða 65
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
57
átti við vatn og brauð samkvæmt almennum lögum
kirkjunnar, að menn mætlu nota skreið eða skarpa
fiska í stað brauðs, ef brauð væri eigi til1). Langt
frain eflir öldum er það jafnan viðkvæðið í út-
lendum bókum, að íslendingar noti fiska í brauðs
stað, en sumir segja þeir mali iiskinn og gjöri úr
honum brauð. í skýrslu sinni um yfirgang Eng-
lendinga 1420—1425 segir Hannes Pálsson, að ís-
lendingar vanalega noti fisk í brauðs stað, af því
brauð sé eigi til og líka vanti þá öl og jarðarávexli2).
26. febrúar 1440 leyfir Hinrik VI. Englakonungur að
ílytja megi tvo skipsfarma til Skálholtsbiskups af
nauðsynjavörum, því hann vanti brauð, vín, öl og
klæði2). Marlin Behaim segir 1492, að áttræðir menn
séu til á íslandi sem aldrei hafi smakkað brauð3).
Bygg-grautur hefir líklega verið íremur sjaldgæfur
matur til forna og þólt góðgæti, en hans er sjaldan
getið. Þegar þeir Ey'jólfur grái og förunaular hans
komu að Helgafelli var þeifn gætt á grauti og voru
bornir inn grautartryglar á borð með spónum4 5). —
I’egar íslendingar komu lil annara lunda þólli þeim
grautur mata beztur, Þorsteinn Austfirðingur át einn
alt úr grautarbollanum er að honum var réttur, hlógu
konungsmenn að honum og mæltu, »vel kantu landi
at neyta grautarins«, en konungur taldi hann eta
graut á við þrjá. Grautarát Sneglu-Halla í Noregi
er alkunnugt og hann andaðist við grautaraskinn úti
á íslandi6). Þá er kunnug grautarsuða þeirra Þor-
1) ’ Dipl. isl. II, bls. 132, 134, 600.
2) Dipl. isl. IV, bls. 327, 605-606.
3) Landfræðissaga I, bls. 96.
4) Eyrbyggja (1895) bls. 19.
5) Sex söguþættir. Rvik 1855, bls. 15—16, 25—26, 42.