Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 68
60
Um veðráttu og landkosti
[Andvari»
voru því dyr allar opnar, er þau fóru jafnan út eða
inn1). Veitingahús munu hvergi hafa verið á íslandi í
þá daga að staðaldri nema á alþingi er talað um öl-
búð á Sturlungatíð, og svo munu höfðingjar hafa
haft með sér tæki til ölgerðar til alþingis og haft
sérstaka heitumenn í þjónustu sinni1), því jafnóðum
þurfti að brugga ölið ef gott átti að vera. Það var
stranglega bannað að bera munngát í iögréttu og
eins tekið fram að ef nokkur slæzt í mat eða munn-
gát og rækir það meira en þingið, hann skal enga
uppreisn eiga síns máls á þeiin degi. Var þessum
fyrirmælum lialdið í þingsetningarformála fram eftir
öldum2).
Það var mikið fagnaðarefni þegar úllent öl, á-
fengt og haldgott, fór að flytjast á 13. öld, því margir
höfðingjar á Sturlungaöld voru drykkjumenn miklir
og óreglumenn á allan hátt. Sumarið 1241 komu
þeir Þorfinnr flpr og Arnbjörn salteyða skipi sínu í
Hrútafjörð nær Ólafsrnessu »þeir höfðu gæzku mikla
á shipi« og »bjórr mikinn«, sem þeir Snorri Sturlu-
son, Órækja og Sturla drukku og voru hinir kát-
ustu3). Þórður kakali fór til skips í Eyjafirði »keypti
þar bjór mikinn og lét flytja inn til Grundar; var
þar búit til veizlu á Maríumessudag«3). Biskuparnir
þurflu einnig oft á miklu öli að halda í veizlur sín-
ar. Wilehin biskup hélt 1394 svo ágæta veizlu »að
engi þóttist þvilíka veizlu séð hafa fyrr á íslandi
fyrir mannfjölda sakir og allra handa koslnaðar ...
stóð þessi veizla vel sjö nætur, veilt svo lieiðursam-
1) Sturlunga III, bls. 220—221; II, bls. 186, 70.
2) Jónsbók (Ól. H.) bls. 8. Sbr. Alþingisbækur ís-
lands I. bls. 203.
3) Sturlunga II, bls. 347, 349; III, bls. 119.