Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 70
62
Um veðiáttu og landkosti
|Andvari.
Á Vestfjörðum hafa menn snemma haft mikil við-
skifti við útlendar þjóðir, þar voru sumstaðar
bjórtunnur borgaðar í eftirgjald eftir jarðir eins
og sjá má af reikningsskap Björns Guðnasonar
1509 um jarðagóss Bjarna Andréssonar mágs hans1).
Ölkaup alþýðunnar hafa smáll og smátt aukist og
í slirá þórðar lögmanns Guðmundssonar um embætt-
isskyldur hreppstjóra á íslandi 1573 er það talið með
skyldum þeirra »að sjá til um ónytsamleg ölkaup«2 3 *).
Þrátt fyrir mikil ölkaup frá útlöndum þá hefir
þó haldist heimaliruggun á öli nokkuð langt fram
eftir, og malts er víða getið út alla hina 15. öld og
fram á hina 16. I5ó er það ellaust oftast útlent malt
sem getið er um, enda liafði það sem fyrr var getið
verið flutt til Iandsins síðan á söguöld og brúkað
jafnliliða innlendu malli þangað til kornyrkjan hætti
með öllus). Á höfðingjasetrum og biskupsstólum
1) Dipl. isl. VIII, 268—269.
2) Alpingisbækur I, bls. 199.
3) Jón Egilsson getur pess i Biskupaannálum sinum,
að mikil regnskúr hafi komið í Görðum á Álftanesi (um
1530), en hún stóð ekki lengur en svo, að »ein hálftunna
var drukkin út af 30 mönnum og stóð aldrei á lienni han-
inn« (Safn 1,65). Dr. Björn Ólsen ræður af þessu, að ölið
hafi verið innlent, ölhitun í Görðum og þá lika sjálísagt
kornyrkja á Álftanesi sem maltið fékst af til ölsins (Bún-
aðarrit 1910, bls. 164—165). Engin lieimild er fyrir neinum
af þessum getgátum, fyrst og fremst er þess alls ekki get-
ið, að öl hafi verið í tunnunni, þó það sé nú reyndar lík-
legt að svo hafi verið. Útlent öl fluttist á þeim tímum
mjög til landsins nærri á livern heldri hæ, og var mjög
ódýrt, svo það er ekki ástæða til að ætla, að þetta hafi
verið innlent öl, enda er þess hvergi getið að islenzkt
munngát liafi verið geymt í tunnum. Pví síður er það Jeyfi-
legt, að draga þá ályktun af þessu, að þá liafi verið korn-
yrkja á Álftanesi.