Andvari - 01.01.1916, Page 71
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. íl.
63
hefir eilaust verið bruggað munngát eða öl lianda
fólkinu fyrir allar slórhátíðir, á seinni öldum Iíldega
mestmegnis úr útlendu malti, sem þá var algeng
verzlunarvara. Ingveldur Helgadóttir, sem 1497 gerð-
ist prófentukona við klaustrið á Helgafelli, áskilur
sér meðal annars, að hún megi láta brugga sér öl á
staðarins kostnað, ef hún hefir malt til1).
Sumir liafa lialdið því fram t. d. Ed. Bull að
Island hafl á hjðveldistimanum getað »brauðfætt« sig
á eigin korni, eigi þurft að flytja kornmat frá öðrum
löndum. Það er mjög efasamt livort það er rétt at-
hugað, en sögurnar eru svo blóðónýtar að því er
snertir verzlun og verzlunarvörur, er þá gengu milli
landa, að lítið er á þeim að græða. Alt virðist henda
til þess að kornbrúkun hafi verið lílil á íslandi á
söguöldinni, en samt hafa menn flutt korn til lands-
ins. í öllum hinum norðlægari héruðum, þar sem
akuryrkjan hætti mjög snemma, hafa menn orðið að
fá hinn litla kornmat, er þeir notuðu, frá útlöndum
og að minsta kosti á 13. öld eru næg rök til þess,
að allmikið af korni liefir verið llutt til Suðurlands
lika. Samningar milli erkibiskups og konungs 1174
og 1273 staðfesta réttindi erkibiskups til að senda
þrjátíu lestir mjöls lil íslands2). Þar er sleginn sá
varnagli, að mjölið megi að eins flytja að góðu ár-
ferði og virðist það benda til þess, að hér sé talað
um norskt rnjöl. Fyrir þetta mjöl kveðst biskup
kaupa klæði (vaðmál) fyrir klerka sína. Á 13. öld
virðist þegar byrjaður kaupskapur við Vesturlöndin
og aðllutningur allmikill á mjöli frá Bretlandseyjum,
1) Dipl. isl. VII, bls. 332.
2) Dipl. isl. I, bls. 223—230, 293; II, bls. 100-106, 143,
151.