Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 72
64
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
þar með líklega hveiti; þess er t. d. getið, að skip
kom í Hvítá 1202, Orkneyjafar og var stýrimaður
um veturinn á Borg hjá Snorra Sturlusyni, lét Snorri
taka mjöl fyrir honum um veturinn og lézt sjálfur
vilja ráða lagi á. Þá er líka getið um skip af Kata-
nesi og hafði Órækja látið taka upp sex tigi vætta
mjöls fyrir kaupmönnum1)- Edvarð Bull ætlar, sem
fyi-r var getið, að íslendingar hafi eigi þurft neinn
aðflutning á mjöli, að eins liafi þeir frá útlönduin
fengið sér liveiti í sakramentisoblátur. og ællar hann
að þrjátíu lestirnar frá erkistóli Niðaróss hafi verið
hveitimjöl og gengið til þess; þetla nær nú engri átt.
Hveiti var oft fyrr og síðar flutt til Noregs frá Eng-
landi. þórólfur Kveldúlfsson sendi Þorgils gjallanda
með skip vestur til Englands til þess að kaupa »hveiti,
hunang, vín ok klæði«2 3). í ræðu sinni móti ofdrykkju
1186 þakkar Sverrir konungur »enskum mönnum,
þeim er þangað llytja hveiti ok hunáng, flúr eða
klæði« og íngimundur preslur Þorgeirsson var á
kaupferð frá Noregi til Englands og komu þeir aftur
til Björgynjar »með mikil gæði víns ok hunangs,
liveitis ok klæða«8). Á íslandi liefir liveiti þó eflaust
verið sjaldgæf vara á fyrri öldum, og ekki lieli eg
séð þess getið í sögunum, en á 12. og 13. öld hefir
hveitimjöl eflaust við og við fiuzt frá Englandi til
íslands, en aðfiutningar hafa ekki verið vissir eða
stöðugir og því þurftu biskuparnir að sjá kirkjunum
fyrir hveiti; eflir páfaboði mátti eigi nota neitt ann-
að mjöl í sakramentisbrauðin. Eftir biskupsskipan
1) Sturlunga. Rvík. II, bls. 28—29, 253.
2) Egla 17. kap. bls. 39.
3) Fms. VIII, 250. Sturlunga I, 190.