Andvari - 01.01.1916, Side 73
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
65
23. apríl 1359 átti hver prófastur að taka út krisma,
vín og hveiti í Skálholti og skifta miklu því með
prestum, en fá engum öðrum; þessi skipun var end-
urnýjuð 26. júní 14391). Örðugleikar hafa snemma
verið að fá vín og hveiti til sakramentanna, því Sig-
urður tapsi erkibiskup í Nðarósi hefir 1237 sent fyr-
irspurn til páfa um það lrvort ekki sé leyfilegt að
húa til sakramentisoblátur úr hverju sem til fáist og
að hafa öl eða annan drykk í slað víns, en páíi
bannar það2)- í annálum er getið um svo mikinn
vínskort á Islandi 1326 og 1350 að messusöngur
lagðist víða niður3). Að hveititlutningur til íslands
hefir verið lílill og stopull á hinum fyrri ölduin má
ráða af því, að Magnús lagabætir sendir 1277 Árna
biskupi þorlákssyni að gjöf »tunnu víns til messu-
saungs ok pund vax ok pund ílúrs« og 1279 »tvær
tunnur víns og pund flúrs prestum til messusöngs«.
Líklega er pund hér sama sem skippund4)- Þegar
fram liðu stundir og enska verzlunin jókst var al-
drei lilfinnanlegur skortur á korni, liveiti, né öðrurn
útlenduin nauðsvnjavörum á íslandi. Kornverðið
var á 15. öld orðið lielmingi lægra en áður, alment
mjöl kostaði nú ekki nema 28 aura pundið5). Eftir
~1) Dipl. isl. III, 130; IV, 588.
2) Dipl. isl. I, 513—514.
3) Sagt er að Sverrir konungur hati kent Jóni Græn-
lendingabiskupi að gjöra vín úr krækiberjum, en Jón bisk-
up kendi Islendingum meðan hann var með Páli biskupi
Jónssyni í Skálholti 1203. (Biskupasögur I, 135). Lítur út
fyrir að menn hafi ætlað að notast við petta vín sem messu-
vín, en það var síðar bannað.
4) Biskupasögur I, 707, 712—13. Dipl. isl. II, 159, 161.
5) Reiknað eftir fyrirsögn dr. Björns Ólsens í Búnað-
arriti 24. ár 1910: tunna, hálft sáld 48,6 kg. byggvog og
meðalverði verðlagsskráa 1915 í fríðu.
Andvari XLI. 5