Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 74
66
Um veðráttu og landkosti
(Anclvarl.
kaupsetningu í Vestmannaeyjum 1420 fengust fyrir
hundrað 6 tunnur malts, 4 tunnur varningsmjöls, S
tunnur hveitis, eða 4 tunnur bjórs, en ein tunna
víns fékst fyrir »klént hundraðw1),
Margir hafa talið nautpeningsrœkt fornmanna
vissan vott um betri landkosti og blíðara veðráttufar
til forna. f*að er alkunnugt að fornmenn höfðu
miklu fleiri nautgripi á búum sínum, en bændurnú-
tiðarinnar. Þess verður þó að minnast, að sögurnar
nefna eingöngu bú stórbænda og höfðingja, en nærri
aldrei skepnueign smábænda, eða kotunga. Guðmund-
ur ríki á Möðruvöllum hafði að sagt er hundrað
hjúa og hundrað kúa (líklega stór hundruð)2), en
þess er ekki getið hvort það hefir verið á einu búi,
en höfðingjar áttu í þá daga mörg bú. Velurinn
1226 dóu hundrað naut fyrir Snorra Sturlusyni á
búi hans i Svignaskarði o. s. frv. Ótal fleiri dæmi
mætti telja, en þess gerist ekki þörf, því um það er
getið í mörgum íslenzkum ritum. Annars verður
maður að vera varkár og athugull er dæma skal um
nautgripaeign fornmanna, því tilhögunin var þá að
mörgu önnur en síðar varð. Þá voru engir spari-
sjóðir til, og þeir sem söfnuðu fé og vildu gera það
arðberandi, settu það í kýr, þær voru bankar forn-
aldarinnar; þegar menn áttu fé á leigustöðum var
það vanalega í kúm, stundum í ám. Fjöldi bænda
var í fornöld svo fátækur, að þeir áttu eigi bústofn
sinn, en urðu að leigja fénað hjá hinum efnaðri, og
1) Dipl. isl. IV, bls. 276.
2) í fornöld töldu menn í slórum hundruðum, ekki
að eins á Norðurlöndum, heldur líka á Englandi (the long
hundred of six-score). Sbr. J. Th. Rogers: Six centuries of
work and wages. London 1906, bls. 340.