Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 77
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. íl.
69
engu minni en á söguöld, líklega föluvert meiri. Jafn-
vel á 16. öld hefir naulpripafjöldinn haldist. Eftir
Sigurðarregistri eru t. d. 1550 á Þingeyrum 31 kýr
og 25 aðrir naulgripir og á Reynistað 45 kýr og 69
nautgripir aðrir. Síðan um siðabót liefir nautgripa-
ræktinni smátt og smátt farið aftur. Fyrsta sinn sem
talið var árið 1703 voru á Islandi 35860 nautgripir,
1770 31100, svo fækkaði ár frá ári, og milli 1880
og 1890 var nautafjöldinn kominn niður í 18 þús-
und, síðan hefir fjölgað nokkuð og nautgripir voru
1901 25674, 1905 26847, 1910 26338, 1911 25982.—
Ef borið er saman við fólksfjölda hefir altaf verið
stöðug afturför í kúabúum; 1703 komu 71 nautgrip-
ir á hvert liundrað landsmanna, 1911 að eins 30.
Sauðfjáreignin hefir aukist jafnóðum og nautgripum
fækkaði, sauðfje alt var á landinu 1703 278 þús.,
1911 878 þús.
Þessi liin mikla hreyting á búskaparlagi Islend-
lnga, senr aðallega sýnist hafa orðið á seinni hluta
16. aldar, hefir aldrei verið rannsökuð, þó mikil
nauðsyn sé á að það sé gert, því þar liggja rætur
þess er síðar hefir orðið, grundvöllurinn undir á-
stæðum og elnahag íslendinga á seinni öldum. Þessi
breytirig hefir líklega eflir kringumstæðum verið ó-
hjákvæmileg, en er þó eflaust afturför fyrir lands-
búið í heild sinni; sauðféð þarf alslaðar mikið land-
rými og þó sauðfjárræktin horgi sig vel, þá bætir
hún ekki landkosti, er miklu fremur til landníðslu.
Búskaparlag fornaldarinnar hverfur smátt og sinátt,
vegna áhrifa utan að, og vegna breyttra lifsskilyrða.
Búnaðarumskiflin standa ekki í neinu sambandi við
breyting á veðurfari eða landkostum, heldur eru af
all öðrum toga spunnin.