Andvari - 01.01.1916, Side 78
70
Um veöráttu og landkosti
lAndvari.
Vinnulj'ður fornaldarinnar var harðgjör og spar-
neytinn, átti lieldur ekki öðru að venjast, og gat
eigi gert neinar kröfur til lífsins sem kallað er. Menn
lifðu eingöngu á afrakstri búanna; munaðarvörur og
útlendar matvörur, sem á seinni öldum hafa etið
upp meginið af arði búanna, jjektust varla. Ivorn
var lílið notað sem fyrr var getið, almennir bændur
þurftu fátt annað frá útlöndum en við til húsa
og báta, járn og sall; hinar tvær síðastnefndu vörur
höfðu menn þó framan af tekið hjá sjálfum sér að
nokkru leyti meðan nægir skógar voru til rauða-
blásturs og saltsuðu. Vín, mjöð, bjór, litklæði, skraul-
gripi og vopn keyptu höfðingjar einir, ekki smá-
bændur. Fæða lieimilisfólksins fékst öll af búunum
og þá var einkar hentugt að hafa kýrnar, af j)eim
fékst skyr og mjólk, smjör og ostur, sem var mjög
etinn til forna og sýran, sem var liinn daglegi drykk-
ur, þar við bættist nautakjöt og sauðakjöt, skreið,
hvalur og önnur veiði. Sauðfjárræktin gaf af sér ull
til vaðmál, sem þá var aðalgjaldmiðill innanlands og
í verzluninni við Noreg. Peningar voru engir til að
kalla mátti. íslenzkir bændur voru, eða gátu verið,
alveg óháðir kaupmönnum, því þeir þurftu fált til
þeirra að sækja. Pó er snemma talað um verzlun-
arskuldir, en þær hafa engan veginn verið algengar.
Aðalmunurinn á fornaldailífinu og nútíðarlífinu er sá,
að menn því nær eingöngu lifðu á búsafurðum, |)urftu
fátt að kaupa frá útlöndum, svo að minsta kosti helm-
ingur af úlgjöldum nútíðar-bóndans sparaðist. Skatt-
arnir voru minni, og vinnufólks-kaupið miklu lægra
og alt af nóg til af verkfæru fólki. Alment árskaup
vinnumanns í fornöld virðist ekki hafa farið mikið
fram úr 20 kr. í vorum peningum.