Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 79
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
71
Duglegir og forsjálir sjálfseignarbændur í íorn-
öld áttu í efnalegu tilliti við töluvert betri kjör að
búa en eftirkomendur þeirra. Aðkeypt vinna var ó-
dýr, og vinnukraftinn var hægt að nota eingöngu í
búsins þaríir, hann framleiddi alla fæðu og klæði
fyrir heimilið og tómstudirnar frá búnaðarstörfum
voru notaðar til vaðmálagerðar, en vaðmálin voru
gjaldgengir peningar í skatta og gjöld og í kaupstað.
Það munaði mestu, að útgjöldin voru svo lítil, af
því menn tóku alt hjá sjálfum sér, en afgangi bús-
afurða var hægt að verja í lifandi pening, annaðhvort
til að auka bústofninn eða til leigu með 10°/o vöxt-
um. Þetta breyttist þó alt smátt og smátt, lifnaðar-
hættirnir urðu aðrir, miklu meira var verzlað, menn
fengu fleiri þaríir og gjörðu meiri kröfur til lífsins.
Áður höfðu bændur keypt alla útlenda vöru fyrir
vaðmál, nú höfðu vefstólarnir ekki lengur við. íslenzk
vaðmál höfðu í fornöld verið í áliti og seldust fyrir
hátt verð eigi að eins til Noregs, heldur og til annara
landa. Snemma á 14. öld er orðin mikil breyting á
þessu, nú er vefnaðar-iðnaður víða erlendis kominn
á hátt stig, en íslenzku vaðmálagerðinni fer ekki
fram, líklega fremur aftur, að minsta kosti kvartar
Magnús konungur Eiríksson smek, undan vondri
vaðmálagerð íslendinga 1329 og segir, að ráði
Noregskonungs haíi iðuglega verið tjáð, að vaðmál
þau, er frá íslandi færast, séu eigi svo góð að gerð
og kosti, sem þau eiga að vera að fornu; áminnir
konungur íslendinga um að vanda betur vaðmálin
og sjá um að þau séu jafn löng með hrygg sem
jöðrum.1) Útílutningur vaðmála minkar mjög framan
1) Dipl. isl. II. bls. G45-646.