Andvari - 01.01.1916, Side 82
74
Um veöráttu og landkosti
[Andvari.
urinn á að bjarga sér; þetta er sérslaklega augljóst
á 17. öld.
Utan til á hálendinu og í afdölum upp til heiða
eru margar rústir af smábýlum frá ýmsum öldum;
þessi fjallakot hafa eyðst af ýmsum orsökum, oft
vegna liarðinda, eldgosa og drepsótta; á þeim liafa
jafnan búið fátæklingar, sem ekkert mótstöðuaíl höfðu
þegar móti blés. Fæst af þessum fjallakotum á há-
lendinu liafa verið bygð í fornöld, flest virðast liafa
verið tekin upp á seinni öldum á 14., 15. og 16. öld,
en mörg þeirra liafa fljótt aftur lagst í eyði. Aftur
sýnast ýmsar dalabygðir (Króksdalur, Þjórsárdalur
o. íl.) liafa ej'ðst mjög snemma, og eins allmargir
bæir á láglendi, og sumstaðar lieilar sveitir, sem eld-
gos, jökulhlaup og roksandur hefir grandað. Hvað
heiðakotin snertir á hálendinu, þá heíir þar verið sifeld
breyting, þau hafa verið bygð og lagst niður á víxl.
Heiðabygðir hafa lagst í eyði jafnvel á síðustu öldum hér
og livar á íslandi, en aðrar hafa komið í þeirra stað ann-
ars staðar. Um 1870 lögðust margar jarðir á Búrfells-
heiði upp af Þistilíirði i eyði vegna Ameríkuferða, og
síðan 1890 hafa mörg býli verið yfirgefin á Hornströnd-
um, af því íbúarnir hafa flult sig í fiskiverin við Djúp,
þótti þar betri afkoma, enda hefir bygð á Ströndum jafn-
an verið mjögbreytileg einsogiöðrum liarðindaplássum.
Við nánari athugun sézt það glögglega að hæð býlanna
yfir sjó stendur í nánu sambandi við snælínuna og gróð-
urinn. Þar sem snælínan er hæst, nær bj'gðin lengst
upp á heiðar. Hæstu bæir á landinu liggja nú á liá-
lendinu milli Jökuldals og Bárðardals 4—500 m. yfir
sjó, hæst 530 m. á Jökuldalsheiði og aldrei hefir bj'gð
náð lengra upp á hálendið. Eftir því sem ráða má
af Landnámu og sögunum hafa auðsjáanlega færri