Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 83
Andvari/
á íslandi í fornöld o. íl.
75
býli verið á hálendinu á söguöldinni en nú. Oft er
þar talað um liina löngu fjallvegi yfir öræfln oghefði
eílaust verið getið um stórar graslendur á heiðunum
eða fjallab^di, ef þau lieíðu verið til. Náttúra og eðli
öræfanna hefir verið mjög svipað þvi sem nú er þegar á
landnámsöld, sekir menn og útilegumenn flýðu þegar
á 10. og 11. öld upp í óbygðir, áttu þar ilt líf og
liíðu á sauðaþjófnaði og silungsveiðum, alveg eins og
útilegumenn hinna seinni alda. Umferð yfir hálendið
virðist hafa verið einna mest á 15.—17. öld, einmitt
þegar veðráttufarið eftir dómi sumra manna átli að
liafa verið lakast; þá íóru menn stundum þvers yfir
Vatnajökul, sem ekki liefir verið gert fjrrr né síðar.
Ástand liálendisins sýnir engar likur til betra veðr-
áttufars í fornöld heldur cn á seinni öldum.
Skriðjökulstangarnir eru mjög viðkvæmir gegn
árferðisbreytingum sem kunnugt er; þegar kaílar eru
af góðu árferði með litlum hafisum styltast skrið-
jökulstangarnir og minka að mun, svo varð t. d. á ár-
unum 1841—54 og 1903—1910, en lengjast og vaxa í
köldu og röku árferði. Hefði jafnlangur góðæriskafli
gengið yfir ísland eins og þeir O. Pettersson og E.
Bull ætla, frá 800—1250, eða í 4—5 aldir, hefði þess
hlotið að sjá ákaílega mikil merki á hjarnbreiðum
landsins og skriðjöklum. Snælínan hefði þá í forn-
öld legið miklu hærra, og stórir llákar hlytu að hafa
verið snjólausir, sem nú eru jöklum þaktir, þar af
leiðandi hefði jurtagróðurinn verið meiri og náð hærra
upp á öræfin, jökulárnar hefðu verið vatnsmeiri o.
s. frv. Ekkert af þessu hefir ált sér stað til forna,
og Landnáma og sögurnar gefa svo góðar bendingar
um landslag og staðalýsingu á þeim tímum, að það
er ómögulegt að mikil afbrigði frá núverandi ástandi