Andvari - 01.01.1916, Síða 85
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
77
jökullaust liefði verið á stórum svæðum, þar sem
lijarn er nú og klaki. Aftur á móti sést það á nokkr-
um stöðum t. d. á Reykjanesskaga, að glöggar göt-
ur, slitnar af liestahófum í forn hraun hverfa inn-
undir nýrri hraun, sem runnið hafa síðan i fornöld,
þó þeirra sé ekki getið i sögum og annálum.
Vísindalegar rannsóknir hafa sýnl, að heitara
loftslag hefir verið á íslandi eins og annars staðar á
Norðurlöndum skömmu eftir ísöld, en það var löngu
fyrir landnámstíð. Þelta sést rneðal annars á fausk-
um í mýrum á nyrðslu útkjálkum, þar sem nú engir
skógar geta vaxið; eins hafa menn fundið birkiteg-
und eina í mýrum á Suðurlandi, sem nú ekki vex
lengur á íslandi og kuðungu í skeljakömbum á Norð-
urlandi sem ekki geta lengur lifað í sjónum þar fyrir
kulda sakir, en þrífast vel við Suðurland. En þetta
var orðið breytt fyrir landnámstíð, þá var komið
það veðurlag sem síðan hefir lialdist að mestu ó-
breylt. Vér þykjumst hér að framan hafa fært nóg
rök fyrir því, að árferði hefir ekki tekið verulegum
breytingum síðan land bygðist, þó skifst hafi á kafl-
ar af góðum árum og harðindum; þessar óreglulegu
bylgjur á tíðarfarinu liafa innan vissra takmarka
slöðngt risið og fallið, en aldrei hafa verið eintóm
harðindi eða eintóm góðæri mjög langan tíma sízt
svo öldum skifti; hafísinn hefir frá öndverðu verið
tíður gestur, þó stundum hafi verið kaflar af íslaus-
um eða íslitlum árurn, þá hefir ísinn komið tvíeíldur
aftur, þegar minst varði og verið þá til mikils hnekkis
fyrir atvinnuvegi og afkomu íslendinga. Þess má að
lokum geta að sænskur vísindamaður dr. A. Nord-
lirid hefir nýlega rannsakað fornar lieimildir um ár-
ferði í fornöld og á miðöldum í Norðurevrópu og