Andvari - 01.01.1916, Page 87
Andvari].
Enn um Þjóðfundinn 1851.
Jafnvel þótt niargt liafi nú hin siðustu árin verið
skrifað um Þjóðfundinn, þá er þó saga hans enn ó-
rituð. Jeg gat þess fyrir nálega 101) árum, að ennþá
væri ekki kominn tími til að skrifa sögu fundarins,
en nú fer hann að nálgast; þó mun sennilega verða
enn nokkuð að bíða þess, að hún verði rituð, en
talsverð tildrög eru þó komin á prent, einkum í And-
vara. Jeg vona því, að eptirfarandi brjef muni þykja
þess vert að koma fyrir almenningssjónir, því það
skýrir ágætlega skoðanir æðsta valdsmannsins lijer
á sambandinu milli íslands og Danmerkur; sj'nir, að
það er hann, sem hefur »pantað« hervald hingað upp;
sýnir, að hann hefur beðið um umboð til að slíla
fundinum, er honum þætti nógu langt gengið; sýnir
loks þær ráðstafanir, sem stiptamtmanni þótti þurfa
til þess að liefta frjálsar samkomur manna og
birtingu þeirra skoðana, sem almenningur hafði á
stjórnskipulegri stöðu íslands í ríkinu. Að vísu var
Trampe stíptamtmaður lílt merkur maður, og stjórn-
in tók ekki altaf mikið tillit til skoðana hans og
tillagna, en þar sem hans skoðanir fjellu nákvæm-
lega saman við skoðanir stjórnarinnar, eins og var í
1) Andvari 32. ár bls. 146.