Andvari - 01.01.1916, Side 90
82
Enn um þjóðfundinn 1851.
[Andvari.
töku þess,1) að enginn hjer á íslandi gæti liaft neitt
við það að athuga, að minsta kosti enginn þeirra,
sem taldir eru betur mentaðir og upplýstir, en öll
alþj'ða manna.
Jeg áleit það því heppilegast að skýra nokkrum
mönnum í trúnaði frá innihaldi þess, þeim sem rnjer
var áður kunnugt um, hverja skoðun höfðu á málinu,
og nokkrir þeirra liafa aptur skýrt öðrum frá inni-
haldi frumvarpsins, en ekki þannig, sem það væri
komið frá stjórninni, heldur eins og frumvarp, er
þeim þætti hagkvæmt fyrir landið, og sem þeir von-
uðust eptir, að konungur mundi staðfesta.
Það vakti þess vegna mína dýpstu undrun, þeg-
ar jeg, af frumvörpum þeim, sem send voru hingað
nú með pósti frá ýmsum sýslunefndum, varð þess
var, að menn úti um land alls ekki voru samdóina
því, sem jeg áður tók fram.
Frumvörp þessi, sem jeg lijermeð sendi eptirrit
af, eru frá þessum sýslum.
1. Úr Árnessýslu, undirskrifað af prófasti Briem,
Magnúsi Jónssyni (bróður sýslumanns (Þ.) Jóhn-
sen, Guðmundi bónda Þorsleinssyni, Magnúsi
Andrjessyni og Guðm. Guðmundssyni.
2. Úr Skaptafellssýslu, undirskrifað af prófasti P.
Pálssyni, nmboðsmanni B. Kristjánssyni Þ. presli
Eyjólfssyni, J. Bjarnasyni og E. Magnússyni.
3. Úr Borgarljarðarsýslu, undirskrilað af prófasti
Stepliensen, Magnúsi Sigurðssyni, Bjarna Brýnj-
ólfssyni, Jóni stúdent Árnasyni og Kolbeini
Árnasyni.
1) Petta bendir að vísu á, að Trampe hafi fengið
frumvarpið sent hingað heim, en þarf þó ekki að skiljast svo.