Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 93
Andvari.]
Enn um þjóöfundinn 1851.
85
lags, svo sem einkum, að það fái alþing lil þess að
að ræða sín innri sjermál, og þar sem tiltekin sje
tala fulltrúa landsins á ríkisþinginu.
Þó flestir alþingismenn hallist að skoðunum
þeim, sem felast í nefndum frumvörpum, eins og jeg
hef drepið á, þá hef jeg þó enn þá enga ástæðu til
að ælla, að allur þorri landsmanna hallist að þeim;
hins vegar kemur það greinilega í ljós, að allir óska
sökum fjarlægðar íslands frá Danmörku, að valdið
til að binda enda á mál þar, yrði talsverl rýmkað frá
því sem nú er, og tel jeg það því mjög æskilegt, að
frumvarpið að því leyti innihjeldi ákvörðun um, að
stiplamtið fengi ráðherravald til að Ijúka þeim mál-
um, er snerla innanlandsefni, og sem ekki hafa í
för með sjer útgjöld fyrir ríkissjóð. Enn fremur álít
jeg lieppilegt, að það sje tekið fram, að þegar vega-
mál landsins og póstgöngur væru komnar í það horf,.
að öll stjórn landsins gæti fram farið frá Reykjavík,.
þá skyldu amtmannaemhættin leggjast niður, en apt-
ur skyldu stofnsett undir stiptamtmanni tvö deildar-
stjóraembætli, er skipta skyldi á milli öllum lands-
inálum eptir eðli þeirra, og þau hljóta þar úrskurð inn-
an sömu takmarka, og nú hjá amtmönnunum. Að
ákveða, að sliptamlmaður skuli vera íslendingur, á-
lít jeg hvorki ráðlegt nje gagnlegt fyrir ísland, og jeg
liygg, að meiri hluti þjóðarinnar sje mjer samdóma
í því. Hver íslendingur á sína frændur og tengda-
fólk, og þar sem um fámenna þjóð er að ræða, þá
gefur það miklu frekar en annarsstaðar átyllu til, að
framkvæmdir lians eru misskildar, og því orsök til
sífeldrar óánægju.
Ef þær ákvarðanir, sem jeg hef nú bent á, yrðu
settar inn í frumvarpið, má vel gjöra ráð fyrir því,