Andvari - 01.01.1916, Page 101
Andvari.]
Bréf Gisla Hjálmarssonar.
93
Gísli læknir aðalhvatamaður að því, og sparaði ekki
að eggja menn til þess að leggja fram fé til sam-
skotanna og votta þjóðfundarmönnum, einkum þó
Jónunum, þakkir og styrkja þá þann veg í bar-
áttunni. Mun honum hafa orðið vel ágengt og all-
mikið fé hafa safnazt saman þannig. Er mér og
sagt af skilríkum manni, Jóni rithöfundi Ólafssyni,
að í ungdæmi lians eystra hafi ýmsir menn þar sent
Jóni Sigurðssyni gjafir árlega, og svo hafi jafnan gert
faðir hans, síra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað,
til dauðadags. Hefir Gísli notið þar vinsælda sinna
í því, hve vel honum varð ágengt, og er þar með í
engu dregið af hinum mætu mönnum, er þá voru í
Múlaþingi og mjög voru Gisla samhentir í þessu.
Víðar um land voru samskot liafin og urðu
sumstaðar allrifleg. Er skilagrein fyrir sumu þessu
samskolafé að finna í Þjóðólfi árið 1852 og næstu
árgöngum blaðsins.
Mönnum má vera Ijóst, er þeir lesa bréfin, hve
liugur Gísla var heill og óskiftur í sjálfstæðismálinu.
»I3egjandi vill enginn frjáls maður vera þræll«, segir
hann, og »stultur dagur [er| nægur starfsömum manni«.
Sýndi Gísli það í öllu lífi sinu, að hann vildi láta
sem mest eflir sig liggja, og mætlu því þessi orð
vera einkunnarorð hans.
En á hyggindi lians og lagni benda þessi orð í
bréfinu: »Eg veit, guð liefir ráð á að reisa allt
við, en fyrir viti bornum manneskjum mun hann
nú í veraldlegum efnum þeirra varla gera kraftaverk«.
Þetta segir hann í bréfinu til Björns Gíslasonar i
Búlandsnesi, er var merkisbóndi og vel metinn dug-
andismaður. Hann mun hafa ætlað Birni að lesa
þetta bréf upp fyrir nágrönnum sínum, er hann leit-