Andvari - 01.01.1916, Side 102
94
Bréf Gísla Hjálmarssonar.
[Andvari-
aði samskota bjá þeim. Vér gelum vel skilið, að
þessi orð muni hafa gert sitt tii þess að vekja mók-
andi búandkarla, er brýna þurfti til framtakssemi. í •
sambandi við þetta skal þess getið, að Gísli var ein-
lægur trúmaður.
En ekki hvað sízt sýna bréfin, hve óbifanlegt
traust Gísli hafði á Jóni Sigurðssyni, live mikilhæf-
an hann taldi Jón og göfuglyndan. Og sárast tekur
hann það, ef svo kynni að fara, að Jón yrði svikinn
af iöndum sínum í baráltunni fyrir frelsi sjálfra þeirra.
Bréfin mæla að öðru leyti með sér sjálf. Að
eins skal þess getið, að auðséð er, að þau eru skrif-
uð i flýti, því að Gísli bafði jafnan annríkt, og liefir
hann vart haft tíma lil þess að lesa þau yfir, að því
er virðist. En gildi bréfanna skerðir þaó ekki.
Páll Eggert Olason.
I.
Bréf til bænda í Múlaþingi, dags. 8. septbr. 1851.
[Er að finna í handritasafni Landsbókasafnsins, Lbs.
285 fol., sem er úr safni dr. Jóns Þorkelssonar, landsskjala-
varðar].
Heiðruðu sveitarforstjórar og búendur!
Með Þjóðfundarmönnum vorurn, sem nýkomnir
eru heim af þingi, höfum vér fengið að vita, hver að
urðu úrslit þjóðmálefna vorra á fundinum, sem skýrt
er frá i lijálagðri auglýsingu Þjóðfundarmannanna1); en
þegar þingi var slitið sömdu enir þjóðkjörnu þing-
menn og einn liinna konungkjörnu (síra Halldór)2)
1) Bréf þetta er einnig að finna í Lbs. 285 fol.
2) Jónsson á Hoíi.