Andvari - 01.01.1916, Page 103
Andvari.]
Bréf Gísla Hjálmarssonar.
95
bréf til konungs og kvörtuðu yfir því, að konungs-
fulltrúinn, greifi Trampe, þvert á móti kpnungsbréfi
frá 23. septbr. 1848, sleit þinginu, þegar komið var
að því, að ræða skyldi stjórnarskipunarmál landsins,
leiddu fyrir sjónir með allri djörfung þjóðréttindi vor
Islendinga og frambáru þegnlegar bænir um það, að
konungur vildi skipa svo fyrir, að stjórn íslandsmál-
efna komist í hendur þeirra manna, sem þjóðin get-
ur liaft traust á; að frumvarp til grundvallarlaga
verði sem fyrst gert, byggt á uppástungum þjóðarinn-
ar og siðan til umræðu og samþykkis lagt fyrirþing
bér á landi, sem sett verði eftir sömu kosningarlög-
um sem Þjóðfundurinn. Að síðustu kusu þeir þrjá
af þingmönnutn: Jón -Sigurðsson, Eggerl Briem og
Jón Guðmundsson til utanferðar að frambera þelta
Itréf fyrir konung, og skutu saman af eigin-efnum
2100 rbd. þeim til farareyris.
Þessir heiðursmenn hafa lýst því fyrir öllum
heimi, að slíkur kjarkur og þjóðernistilíinning væri
enn með íslendingum sem þá er feður vorir völdu
heldur að sleppa óðulum og æltlandi sínu, og hafa
frelsi og fátækt í hörðu landi, en að láta kúgast af
Iíaraldi konungi hárfagra. Sjmdu þeir liinir þjóð-
kjörnu menn ineð því, að þjóðinni — þótt hún væri
óvön að skipta sér af opinberum efnum sínum —
tókst beppilega að velja þá menn, til að lialda uppi
svörum af bennar hálfu, sem bæði höfðu þrek og
vilja til að bera fram réltindi liennar. Líka sást það
á þeim eina konungkjörna ættjarðarvin, að það get-
ur auðveldlega fylgzt að að vera þjóðlegur maður og
þó hafa traust stjórnar sinnar, sem oss heldur aldrei
befir gelað skilizt, að ekki eðlilega mætli vera svo.
Vér viljum ekki í þetta sinn ámæla þeim aflönd-