Andvari - 01.01.1916, Page 104
96
Bréf Gísla Hjálraarssonar.
[Andvari.
um vorum, sem á þessu þingi liafa, að því er oss
finnst, fremur hallast að uppástungum danskra ráð-
gjafa, heldur en litið á þjóðréttindi vor og það, er
landinu mundi liagkvæmast og jafnframt konungi
sjálfum.
En fyrir aðgerðir fyrr nefndra bræðra vorra og
þjóðvina á fundinum, þykir oss öll nauðsyn til bera,
að vér semjum þakkarávarp til þessara heiðursmanna,
svo að bæði stjórn vor og allur heimur viti, að þeir
hafa talað máli landsins að skapi voru; líka byrjum
þegar í stað að skjóta saman og safna nokkuru fé,
er vér bjóðum þeim að taka við sem þóknun fyrir
það, er þeir af frjálsum vilja sínum hafa greitt til
manna þeirra, er þeir kusu til utanferðar, og þykj-
umst vér vita, að allir landar vorir muni finna, að
slikt er bæði sómi og skylda almennings.
Oss þykir nauðsynlegt að vinda svo brátt að
þessu sem verður, því vér ætlnm, að það styrki eigi
alllítið mál þeirra manna, er tala skulu fyrir konungi,
ef það verður ljóst, að hinir veglyndu fundarmenn,
sem kusu þá til ferðarinnar, hafi fengið þakkir og
samþykki allrar þjóðarinnar fyrir aðferð sina á fund-
inum.
Vér biðjum yður því að eiga fund við sveitunga
yðar og annaðhvort fá nokkra menn til að semja
þakkarávarpið eður lesa hér innlagt uppkast1), og
ef yður sýnist svo, láta sem flesta skrifa undir það.
Lista til að safna fégjöfunum sendum vér, og
væri bezt, að sem ílestir tæki þátt í því safni, svo
allir inegi sjá, að þetla er almenningsmálefni, en
ekki það, sem kemur einungis einstökum mönnum við.
1) Þetta þakkarávarp er að finna í liandriti í Lbs.
285, foi.