Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 106
98
Bréf Gísla Hjálmarssonar.
[Andvari.
bágt að skýra frá, hvernig skrattinn allur ærir mig.
Eg sendi Pál1) frænda nú suður, og þér Félagsritin,
samt það eg get af .skjölunum, því vera má, þú gætir
fengið undirskriftir undir þakklætisbréfið2), og væri
bezt sem ílestar, áður skip fer. Um gjaldið3) er
annað að tala; það á aldrei úr landinu áð fara. Nú
höfum við samið bréf til konungs um efni vor enn,
og sendi eg þér afskrift af því — undir það verðið
þið að skrifa í hasti, og ætla eg bezt, við sendum
þau bréf Jóni Sigurðarsyni4) öll til framfærslu; eg
skal raunar skrifa hér við, hvað aðrir afráða, því
nú hripa eg þetta í nótt. Bið eg þig svo íorláta og
heilsa þinum. Guð annist ykkur.
Þinn
G[ísli] Hjálmarsson.
P[ost]s[criptum].
Um það að skrifa til Jóni Sigurðssyni erum við
hér ásáttir, en datering á kongsbréfinu er hér »skrif-
að í Múlaþingi i oklóber 1851«. Þessu má hver
sveit ráða.
Og þá
Vale.
NB. Þegar eg ællaði til að taka er allt hjá mér
i löppum og stykkjum5 6). Eg sendi þér það samt
svo sem er, og bið þig svo til sjá, að Strandamenn0)
1) P. e. Páll sonur síra Guttorms Pálssonar í Valla-
nesi, er lengi var hjá Gísla og andaðist hjá honum.
2) P. e. pakkarávarp til Pjóðfundarmannanna.
3) Ilér mun vera átt við landstekjurnar.
4) o: Jón Sigurðsson, forseti.
5) P. e. afskriftirnar af skjölunum.
6) P. e. menn af Berufjarðarströnd.