Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 108
100
Bréf Gísla Hjálmarssonar.
lAndvari*
an fólks; það einasta sem þeim verður til afsökun-
ar fundið, er, að þeir vita ei, hvað þeir gera. Þeir
'mega sjá, að meðan konungsvaldið þverrar, enda í
einvaldalöndum, eg tala eklci um í hinum, hvar an-
svarshavende1) og þess vegna óstöðug ministeria2)
eru, — þá aftur styrkist lagamannavaldið og þarfir
þeirra, og á livern kemur það? Á alþj'ðu. Vilji nú
prestar og læknar semja sig sem mest að vilja þess-
ara, þá er það víst, að þeir geta fengið mikið af
þvi, sem þeir vilja, og hvað verður þá úr almúganum?
Og þetta vill hann sér þó. Hann sér, hversu öll
kunnátta í landinu verður dýrari og hversu stjórnin
reynir að gera embættismannaefnin sem óbæfilegasta
til allra bændastarfa, svo þeir verði neyddir til að
taka embættin og flej'gja burtu samvizkunni fyrir
brauðbitann í munninn; þetta sjáum vér, að höfð-
ingjar okkar eru farnir að gera, og verður æ verra,
svo það verður alþýðu gleði og fagnaðaruppspretta
að spara núna!! Verst var [það, að menn fengust
ekki til að undirskrifa bæði konungsbréfið3) og ann-
að, því ylra segja þeir nú, að þjóð vor vilji allan
vilja þeirra Bardenfieths, Rosenörns og Trampe, svo
mennirnir, sem hafa vogað öllu fyrir réttindi vor og
áunnið sér fáþykkju stjórnarinnar og missi alls þess
góða, sem stjórnin má veita, skuli vetða yfirgefnir
af þjóðinni — að hún skuli ekki sinna þeim það, hún
má, ekki einu sinni með því að skrifa nöfn sín undir
það, sem eg held engum íslendingi sé efi á, nefnilega,
að það sé oss nóg smán og svívirða að hafa um
langar aldir verið undirlægjur og fótaþurkur Dana,
1) f. e. með ábyrgð fyrir þingi.
2) Þ. e. ráðuneyli eða stjórnarráð.
3) Þ. e. bréfsávarp til konungs.