Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 116
108
Um landsréttindin.
[Andvari.
síðan birtar bæði hér á landi og í Danmörku, og að
því fer svo fjærri, að nokkrar athugasemdir eða mót-
mæli sé þar að finna frá danskri hálfu gegn eiðfest-
ingu konungs á stjórnarskránni, að því er þar þvert
á móti lýst yfir berum orðum af forsætisráðherra
Dana, að vér skulum liafa full umráð yfir sérmálun-
um og vera að öllu óáreittir um þau af Dönum, þá
hefir konungur með þessari ráðstöfun sinni útveg-
að oss viðurkenningu Dana fyrir þeirri í fram-
kvæmdinni nýju réttarstöðu oss til handa, að vér
höfum fullveldi í öllum þeim málum, sem Alþingi
samkvæmt stjórnarskránni hefir atkvæði um, eða
með öðrum orðum, að ísland beri framvegis að
skoða ekki sem landshluta úr Danmerkurríki í Stöðu-
lagahafti Matzenskenningarinnar, heldur sem frjálst
sambandsland og sérstakt riki í sambandi við Dan-
mörku.
Auk sérmálafullveldisins, er vér þannig höfum
öðlast, vil eg ennfremur vekja athygli á þvi, að ný-
mæli stjórnarskrárinnar um breytingar á sambandi
íslands og Danmerkur hefir ekki að eins það gildi
inn á við gagnvart þinginu að tryggja sjálfri þjóð-
inni fullkomið vald á málinu, svo sem eg lagði áherzl-
una á, er eg upphaílega benti á nauðsynina á því
að fá slíkt ákvæði tekið upp í stjórnarskrána (sjá
grein mína um sambandsmálið í blaðinu »lngólli«
frá 1910, 33. tbl.), heldur liefir það þessutan það
mikilsverða gildi út á við, að með því er oss veitt
ákveðið vald í öllum málefnum íslands.
Út af fyrir sig er með ákvæðinu að vísu ekki
beinum orðum annað sagt en að til þess að breyt-
ingar þær, er Alþingi kunni að samþykkja á sam-
bandinu, geli öðlast lagagildi þurfi samþykki þjóðar-