Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 120
112
Skafti lögsögumaður Þóroddsson.
[Andvari.
og heima, að segja mönnum, hvað lög væru, ef hann
var spurður, en eigi var liann skyldur þess, að ráða
mönnum ráð í málaferlum. Lögsögumaður átti sæti
í lögrjetlu og st5rrði henni, og hann hafði að öðru
leyti það slarf, að stjórna á alþingi. Utan þings liafði
hann ekkert framkvæmdarvald. Fyrir starf sitt fjekk
liann að launum á hverju sumri 200 (stór) álnir
vaðmála af lögrjettufje og úllegðir (fjesektir) allar
liálfar, sem á alþingi voru dæmdar, og á vorþingi,
er hann háði sjálfur.
Lögsögumannaröðin er til óslitin frá liinum fyrsta
lögsögumanni Hrafni Hæingssyni (930—949) til hins
síðasta, Þorleifs lireims (1271). Margir lögsögumenn
voru endurkosnir, og höfðu lögsöguna lengi á hendi.
En enginn þeirra hafði jafnlengi á hendi lögsöguna
sem Skafti lögsögumaður Póroddssort. Hann var lög-
sögumaður um 27 ár, frá 1004—1030, og er liann einn
merkastur talinn og mikilhæfastur allra lögsögu-
manna þeirra, er verið liafa hjer á landi.
Skafti Þóroddsson var liöfðingi mikill og ágæt-
ur, og svo atkvæðamikill og skörungur slíkur í stöðu
sinni sem lögsögumaður, að sjerstaklega er orð á
því haft. Hann ljet ekki við það eitt sitja, að segja
upp lögin, heldur Ijet hann sig miklu skifta Iöggjöf
og landstjórn alla og gekk ríkt eftir því, að Iögum
væri fylgt í hvívetna og þau væru í heiðri höfð. —
Hann Ijet sjer ant um það, að sefa illdeilur milli
liöfðingja og að friður væri sem beztur í landi, enda
mun liann hafa sjeð, að lieill þjóðfjelagsins var mjög
svo undir því komin. Hann gekk fast að því, að ó-
bótamönnum yrði refsað og inönnum hjeldist ekki
uppi víg og barsmíðar og gerði sjer þar engan manna-
mun. í öllu þessu starfi sinu og afskiftum kom Skafti