Andvari - 01.01.1916, Side 125
Amlvari.]
Skafti lögsöguraaður Póroddsson.
117
en hínn maðurinn var Ásgrímur Elliðagrímsson. Þetta
hefur verið um 992, og var Þorgils þá nýkominn úr
Grænlandsferð sinni. Þeir feðgarnir á Hjalla urðu
eigi á eitt sáttir um það, hvorum þeirra skjddi gifta
konuna. Þóroddur vildi gifta dóltur sína Þórgilsi, en
Skafti dró taum Ásgríms, og hann vildi Helga sjálf;
þótti henni Þórgils heldur stórlyndur og gamall. —
Þetta var talað á þingi og var ekki að gert. En
sumarið eftir reið Þórgils til skips í Einarshöfn.
Hann frjetti þá til ferða Skafta og gerði honum fyr-
irsát við 6. mann. En Skafti varð var við fyrirsát-
ina, og lýsti því fyrir fjelögum sínum, að þeir mundu
aftur snúa, og kvaðst spurt hafa, að síðar mundu
hetri kaupin, og sneru þeir aftur. En er Skafti kom
heim, spurði Þóroddur, hví hann færi svo skjótt aft-
ur, »eða hræddist þú hann, hraunskeggjan Þórgils,
ok þætti mér þat betra, at ríða óhræddum um hjer-
aðit ok gifta honum Helgu, en vera óhræddur unt
þik«; hefur honum þótt kenna hugleysis, er Skafti
hælti við ferðina í það sinn, en það var þó vitur-
lega ráðið, að hætta sjer eigi í hendur Þórgilsi, er
hjá því varð komist. En svo fór um bónorðsmálið,
að það var rætt á þingi um sumarið, og dró Þór-
oddur fram með Þórgilsi, en Skafti með Ásgrími, en
þær urðu lyktir á, að Þórgilsi var föstnuð Helga, og
var brúðhlaup að Hjalla. Þórgils fór síðan með Helgu
heim í Traðarholt, og var hún mjög fálát; og eitt
sinn, er Þórgils var eigi heima, hvarf Helga heim að
Hjalla, og tók Skafti vel við lienni, en Þóroddur illa.
Nokkuru síðar kom Þórgils þangað og sótli Helgu,
og þótti þeim maðurinn eigi dællegur. Skafti biður
menn eftir sækja, en Þóroddur svarar: »Þórgils sækir
eftir sínu ok skal mönnum eigi hlýða at fara eftir