Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 127
Andvari .
Skafti lögsögumaöur Póroddsson.
119
sonar, Loðmundarsonar hins ganila í Sólheimum. Áð-
ur en Þóra giftist Skafta, hafði hún verið gift manni
þeim, er Sumarliði hjet, og var sonur þeirra Surtur hinn
hvíti Skafta-stjúpur. En synir Skafta og Þóru voru
þeir Steinn liinn prúði og Þórsteinn holmunnur. Hann
var kvæntur Jófríði, dóttur Guðmundar hins ríka á
Möðruvöllum.
Eigi er Skafta neitt getið við kristniboð eða
kristnitökuna hjer á landi árið 1000. En kristni tók
iiann og vel kristinn var hann og var ant um kristn-
ina. Þetta má ráða af því, er segir í Flóamannasögu,
að þá er Þóra kona hans braut fót sinn, er hún var
að ljereftum sínum, hjet Skafti því, að gera kirkju
á Hjalla, og það efndi hann, og að þeirri kirkju voru
þeir í eina gröf lagðir Þóroddur og Þórgils og Bjarni
hinn spaki. Til er vísulielmingur eftir Skafta og virð-
ist vera úr drápu, er hann hafði ort um guð eða
Ivrist, og er það vottur um guðrækni Skafta. Sú til-
gáta er líkleg, að drápuna hafi hann orl, er hann
Jjel gera kirkjuna. En ekkert er til af drápunni nema
þessi fjögur vísuorð:
Máttr es munka dróttins
mestr; aftar goð flestu.
Kristr skóp ríkr ok reisti
Rómshöll verötd alla. (Sn. Edda).
Það er alleinkennileg hugsun, að Kristur liafi reist
»Rómshöll«.
Það var árið 1004, að Skafti varð lögsögumað-
ur, og er hann í röðinni 6. lögsögumaðurinn. Grím-
ur Svertingsson á Mosfelli hafði lögsöguna næstur á
undan um tvö ár, en var að sjálfsögðu kosinn til
þriggja ára. Þá Ijet hann af lögsögu og bar það fyrir,
að hann væri hásmæltur og gæti því eigi haft á hendi