Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 128
120
Skafti lögsögumaður Póroddsson. Andvari.]
lögsöguna, svo sem fyr var gelið, en þá fjekk hann
lof til þess, að Skafti Þóroddsonur hefði, syslurson
hans, segir Ari fróði. Skafti hafði lögsögu 27 sumur,.
að tali Ara, og varð hann brátt atkvæðamikill og skör-
ungur í þessarí stöðu, og er hann venjulega nefndur
lögsögumaður og það orð orðið fast við nafn lians, en
hann er og nefndur »Lögskafti«, og er hann talinn vitr-
astur allra lögsögumanna (Bisk. I. 28). Hann setti íimt-
ardómslög þegar árið 1004, og þau lög selli hann, a5
engi vegandi skyldi iýsa vígi á hendur öðrum manni
en sjer, en áður voru hjer slík lög um það sem í
Noregi. Á hans dögum urðu margir höfðingjar og
ríkismenn sekir eða landflótta of vig eða barsmíðir
af ríkis sökum hans og landstjórn (ísl. b. 8. k.). í
Njálu er svo að orði komizt um þá feðga Þórodd
og Skafta, að þeir voru höfðingjar miklir feðgár og
og lögmenn miklir, en það er sagt um Þórodd, að
hann »þótti nakkvat grályndr ok slægr« (56. k,). í
Grettissögu segir svo, að Skafti var manna vitrastur
og heilráður, ef hann var beiddur. Það skildi með
þeim feðgum. Þóroddur var forspár og kallaður und-
irhyggjumaður af sumum mönnum, en Skafti lagði
það tii með hverjum manni, er hann aetlaði að duga
skyldi, ef eigi væri af því brugðið; því var hanrn
kallaður feðrbetrungur. Þessi eru ummælin um Skafta
í fornum ritum eða lýsing á honum.
Fimtardómslög og víglýsing hefur þegar verið
nefnt. Það má geta þess, að hólmgöngur voru alger-
lega bannaðar (1006), þegar eftir það, er þeir höfðu
háð hólmöngu á alþingi í Öxarárliólma Gunnlaugur
ormstunga og Hrafn Önundarson. En það voru lög
áður, að bjóða hólmgöngu, sá er varhluta þóttist
orðið hafa fyrir öðrum, en nú var það úr lögum