Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 129
Andvari.]
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
121
numið. Þessari síðustu hólmgöngu lauk svo, að Gunn-
laugur varð sár, en sverð Hrafns bx-otnaði, og voru
þeir þá skildir. Frá þessu segir í sögu Gunnlaugs
ormstungu. Skafti er nokkuð við riðinn bónorð Hrafns
til Helgu hinnar fögru, er var heilkona Gunnlaugs og
skyldi bíða hans þrjá vetur. Skafti minnir Hrafn á, að
hún sje heitkona Gunnlaugs, en Hrafni þykirliðin sú
stefna, er mælt var með þeim, og bað þá Skafti konunn-
ar lionnm til handa, en Fórsteinn vildi enn bíða Gunn-
laugs, þót-t þrír vetur væru liðnir, ef hann kynni út
að koma á sumrinu, en hann kom ekki. Annað sum-
ar á alþingi ílutti Skafti aflur bónorðið, og var það
þá ráðið, að bíða enn Gunnlaugs sumarlangt, en ef
hann kæmi eigi, skyldi brúðkaup þeirra Hrafns og
Helgu vera að Borg að veturnóttum, en Þórsteinn
laus allra mála við Hrafn, ef Gunnlaugur kæmi til
og vitjaði ráðsins. Gunnlaugur kom eigi, og kvæntist
þá Hrafn Helgu. Þelta var árið 1005. En í þessu
niáli fer þeim báðum vel Þórsteini og Skafta, en það
er eðlilegt, þótt Skafti legði hug á að fylgja fram máli
Hrafns, því að þar var á milli vinátta mikil me5
frændsemi.
t*á er enn eilt nýmælið, er Skafti leiddi í lög,
liið mikilverðasta og lýtur að kristnihaldi. Þá er
Þórgeir Ljósvetningagoði sagði upp þau lög á alþingi,
er kristni var í lög tekin árið 1000, að allir menn
skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru
óskírðir á landi hjer, og trúa á einn guð, þá Ijet
hann þó, svo að hvorirtveggja hefðu nokkuð til síns
máls, standa hin fornu lög um barnaútburð og hrossa-
kjötsát, og var það viturlega ráðið eftir atvikum og
ástæðum, Menn skyldu og blóta á laun, ef vildu, en
varða fjörbaugsgarði, ef vottum kæmi við. En sú