Andvari - 01.01.1916, Side 131
Andvari.l
Skafli lögsögumaður t*óroddsson.
123
Grænlands, en kæmi til íslands, þá skyldi hann selja
Hrærek í hendur Guðmundi Eyjólfssyni eða Skafta
Iögsögumanni,»eða öðrum nokkurum höfðingjum þeim,
er taka vilja við vináttu minni og jartegnum«, mælti
konungur. Svo fór um för þessa, að Þórarinn komst
eigi til Grænlands, en kom til íslands og seldi Hræ-
rek í hendur þórgilsi Arasjmi á Reykhólum. Þar
undi Hrærekur eigi og fór þá tii Guðmundar ríka
Eyjóltssonar og dó þar 1023 á Kálfskinni, en til
Skafta kom Hrærekur eigi.
Ólafur konungur mun lengi hafa búið yfir þeim
aáðum, að ná íslandi á vald sitt, og hefur ætlað sjer
að koma því máli fram með brögðum og vinsemd-
ar-yfirvarpi, og ginna íslendinga undir vald sitt með
góðu móti. Ólafur konungur var góður íslendingum
í Noregi og liændi þá að sjer, en þelta bjó undir.
Loks festist það ráð í huga lians, að koma þessu
fram, er honum bjó í skapi, og sendi hann þá Þór-
arinn Nefjúlfsson til íslands í þeim erindum (1024),
«g voru ráðin lögð með mikilli kænsku og undirferli.
Þórarinn fór til alþingis og bar mönnum vinsamlega
kveðju konungs og það með, að hann vildi vera
drottinn þeirra, ef þeir vildu vera þegnar hans. En
íslendingar eyddu því máli og kváðust vera vilja
vinir hans. Þá bar Þórarinn aflur fram vinsamlega
kveðju konungs og þá bón, að honum væri gefin
Grímsey. Það ráð ónýlti Einar Þveræingur, svo sem
kunnugt er. Ekki var Þórarinn af baki dottinn fyrir
það og bar þeim enn vinsamlega kveðju konungs og
það með, að hann bauð höfðingjum landsins á fund
sinn, þeim Guðmundi ríka Eyjólfssyni, Snorra goða,
Þórkeli Eyjólfssyni, Skafta Iögsögumanni og Þórsteini
Hallssyni. Þeir Guðmundur og Þórkell vildu fara og