Andvari - 01.01.1916, Síða 133
Andvari.]
Skafti lögsöguraaður Póroddsson.
125
Steinn Skaftason var manna fríðastur og bezt að
sjer ger um íþróttir, skáld gott og skartsmaður mikill
og metnaðarfullur og kallaður »hinn prúði«. Skafti
faðir hans hafði ort drápu um Ólaf konung og kent
Steini; var svo ætlað, að liann skyldi færa kvæðið
konungi. Steinn undi því illa, er hann fór eigi sjálf-
ráði fyrir konungi og batzt eigi orða og ámælis við
konung bæði sundurlausum orðum og samföstum,
og sögðu þeir Þóroddur svo, að konungur vildi verr
hafa en þeir, er sonu sina höfðu sent honum til
trúnaðar, en konungur lagði þá í ófrelsi. Konungur
reiddist. Það var einn dag, er Steinn Skaftason var
fyrir konungi og spurði konung máls, ef hann vildi
hlýða drápu þeirri, er Skafti faðir hans hafði ort um
hann. Konungur svarar: »Hilt mun fyrst til, Steinn,
at þú kveðir þat,' er þú hefur ort um mik«. Steinn
segir, að það er ekki, er hann hafi ort, »em ek ekki
skáld, konungr«, segir hann, »en þótt ek kynna yrkja,
þá mundi yðr þykja þat, sem annat um mik, heldr
lítilvæglegt«. Steinn gekk þá á brolt og þóttist finna,
hvar til konungur mælti. Hann hljóp síðan á brott
frá hirðinni, drap ármann konungs, og var þá út-
lægur ger. Hann komst þá til Giska. t*ar bjó Þór-
bergur Árnason, höfðingi mikill, en Ragnhildur kona
hans tók Steini vel, því að Steinn hafði áður komið
þangað, er hann kom frá íslandi, og stóð þá svo á,
að Ragnhildur var að ala barn, og fæddist það líf-
lítið. Með Steini var á Skipi líttlærður prestur af
Vestfjörðum og ljet Steinn hann skíra barnið, bjelt
því sjálfur undir skírn og gaf því gullhring. Það var
meybarn og hjet Þóra. Fyrir þetta átti Steinn fulla
vináttu Ragnhildar, og er Þorbergur kom heim, bað
hún hann þess, að hann færi á fund konungs og