Andvari - 01.01.1916, Síða 135
Andvari.
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
127
og þær urðu málalyktir með ráði hinna vitrustu
manna, að inálin voru öll lagin í gerð, og fór það
alt vel fram og friðsamlega. En því hefur Skafli fylgt
Gissuri að máli þessu, að honum hefur þótt málefni
góð, þau er hann fór með, og staða hans þá eigi
því lil fyrirstöðu, að hann veilti þeim að málum, er
hann vildi, og þótti rjett vera að veita liðveizlu.
Hins vegar neitaði Skafti algerlega um liðveizlu,.
er þeir Ásgrímur Elliðagrímsson og Njálssynir gengu
milli höfðingja á alþingi eftir vig Höskulds Hvítanes-
goða (1011) og báðu sjer liðs. Þeir gengu fyrst til
Gissurar hvíta, og hjet hann þeim liði sínu og varð
hann einn höfðingja lil þess búinn. Þaðan gengu þeir
til búðar Skafta. Víg Höskulds hefur mælzt fyrir
mjög illa og þótt hið mesta níðingsverk, sem von
var, og var þess eigi að vænta, að Skafti, lögsögu-
maðurinn sjálfur, svo sljórnsamur sem hann var og
óliluldrægur, mundi svo mjög vilja hætta virðingu
sinni, að ganga í málið með þeim, og sjmist furðu-
legt, að Ásgrímur skyldi svo djaifur gerast, að beið-
ast liðveizlu og fylgis Skafta í máli þessu, svo ilt
sem það var, og sýnir það, hversu nauðulega þeir
liafa þótzt staddir og til þess neyddir, að leita lið-
veizlu svo ólíklega sem líklega. Ásgrímur hefur vænzt
þess, að Skafli mundi snúast til liðveizlu sökum vin-
áttu við sig. En það brást lionum algerlega. Slíkur
maður var ekki Skafti Þóroddsson, er á dögum hans
urðu margir höfðingjar og ríkismenn sekir og land-
ílótla of víg eða barsmíðar. Nú segir Njála svo frá,
að þá er þeir komu inn í búðina, fagnaði Skafti Ás-
grími vel og bauð lionum að sitja hjá sjer. En er
Ásgrímur bar fram erindið, svaraði Skatti þessu;
»Hitt hafða ek ætlat, at ekki skyldu koma vandræði