Andvari - 01.01.1916, Page 137
Andvari.l
Skafti lögsögumaður Þóroddsson.
129
,Elda hjet bær í Þrændalögum, í Eynafylki, og þar
hefur búið Ivetill þessi eða verið þaðan; en fyrir
liverja sök Skafli vá hann, er ókunnugt. Skafti hefur
síðan komið sjer í skip með Þórólfi Loftssyni á Eyr-
uin, og getur verið, að Skafti hafi á laun tekið sjer
fari með lionum, til að komast undan hefnd fyrir
vígið, og er ekki ámælisverður fyrir það, því að beint
var það skylda hans. En Skarplijeðinn snýr þessu
með illmæli honum til smánar, sem mest mátti verða.
Skafti er þá lijer við vig kendur, þótt hann væri
enginn vigamaður og hafi, ef til vill, enginn fullhugi
verið að því leyti.
Á þinginu eftir Njálsbrennu (1012) fóru þeir enn
í liðsbón, er að eftirmáli stóðu, og var þar fremstur
í flokki Ásgrímur Elliðagrímsson, og með lionum
voru þeir Gissur livíti og Hjalti Skeggjason og aðrir
fleiri. Þeir gengu fyrst til búðar Skafta Þóroddsson-
ar og inn í búðina, og fagnaði Skafti Gissuri vel og
þeim öllum og bað Gissur sitja hjá sjer. En er Ás-
grímur bar fram erindi þeii’ra, að sækja traust og
liðsinni að Skafta, svaraði hann þessu: »Torsóttr
þótta ek yðr næstum vera, er ek vilda ekki taka
undir vandræði yður«. Þá rnælli Gissur: »Nú er
annan veg til farit. Nú er at mæla eftir Njál bónda
ok Bergþóru liúsfreyju, er bæði vóru saklaus inni
brend, ok eftir þrjá sonu Njáls ok marga aðra góða
menn. Ok munt þú aldri þat vilja gera, at verða
mönnum eigi at liði ok veita frændum þinum ok
mágum«. Skaíti svarar: »Þat var mér þá í liug, er
Skarphéðinn mælti við mik, at ek liefða sjálfr borit
tjöru í höfut mér ok skorit á mik jarðarmen, ok
hann kvað mik orðinn svá liræddan, at Þórólfr Lofts-
son á Eyrum bæri mik á skip út í mjölkýlum sín-
Anclvari XLI. 9