Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 138
130
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
[Andvari.
um ok ílylti mik svá til íslands, at ek mynda eigi
eftir hann mæla«. Gissur mælti: »Ekki er nú á slíkt
at minnast, því at sá er nú dauðr, er þetta mælti.
Ok munt þú vilja veila mér, þó at þú viljir eigi gera
fyrir sakir annarra manna«. Skafti svarar: »Þetta
mál kemr ekki til þín, nema þú viljir vasast í með
þeim«. Gissur reiddist þá mjök ok mælti: »Ólíkr ert
þú þinum föður, þó at liann þætti nakkvat bland-
inn. Varð liann þá mönnum jafnan at liði, er menn
þurflu hans mest«. Skafti hefur reiðst þessum orð-
um, sem von var, því að þá brá liann Gissuri um
það, er liann sótti Gunnar að Hlíðarenda, en Ásgrími
um það, er hann drap Gauk fóstbróður sinn, en Ás-
grímur sagði þá, að það væri nokkur vorkunn, þótt
hann yrði þeim eigi að liði, »en liitt er várkunnar-
laust, at þú bregðir oss brigzlum. Mynda ék þat vilja,
um þat er þessu þingi er lokit, at þú fengir af þess-
um málum hina meslu óvirðing ok bætti þér engi
þá skömm«. Þeir Gissur stóðu þá upp allir og gengu
út. Það var auðvitað rjett ráðið af Skafla, að veita
þeim eigi flokksgengi, og það sýndi hann, að eigi
brast hann einurð, hver sem í hlut átli; en liitt hefði
vel mátt vera, að hann liefði svarað þeim nokkuru
vægilegri orðum, en nú fór svo, að þeir skildust
reiðir. Pað má og sjá, að þykkjuþungur hefur Skafli
verið, er hann fór að minnast á illmæli Skarphjeð-
ins. Skafti fer ekki að því, þótt í hlut eigi frændur,
mágar og vinir. Lögsögumannsstaðan og lögin eru
honum fyrir öllu; því vill hann standa ulan flokka,
vera að öllu óhlutdrægur og engum böndum bund-
inn og fylgja því, er hann v eil sannast og rjettast.
Guðmundur ríki hjet þeim fullri liðveizlu sinni og
berjast með þeim, ef þess þyrfti við, en því kvaðst