Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 139
Andvari.]
Skafti lögsögumaður Þóroddsson.
131
hann mundu launa Skafta, að Þórsteinn holmunnur
sonur hans skyldi vera í bardaganum með þeim;
»því at hann mun eigi treystast öðru en gera sem ek
vil, þar sem hann á Jódisi dóttur mína. Mun Skafti
þá til fara at skilja oss«. Þetta sá Guðmundur rjett,
enda ímátti hann svo þekkja Skafta, að eigi mundi
hann láta það hlutlaust, ef hardagi yrði á alþingi.
Skafti mun liins vegar hafa sjeð, að hjer gengu þeir
ofstopamenn að málum, er lílt mundu lög þola og
eigi liika við að grípa til vopna, ef svo bæri undir,
og hefur það verið svo fjarri skapi hans, sem fram-
ast mátti verða. Meðan málareksturinn fór fram, leit-
uðu þeir Ásgrímur aldrei til Skafta um það, hvað
lög væri eða hversu greiða skyldi úr, er nær var í
óefni komið. Þeir leituðu Þórlialls Ásgrímssonar, er
var llokksmaður þeirra. Hann var ágætur lögmaður
og greiddi úr ílækjunum sem verða mátti. Þeir Flosi
leila úrskurðar Skafta um það tvisvar, hvort þeir
Ásgrimur hefðu lög að mæla. Skafti sendi þeim aflur
þau orð, að þetta væri að vísu lög, þó að fáir kynni.
En í síðara skiftið svaraði hann þessu: »Fleiri eru
nú allmiklir lögmenn en ek ætlaða. En þér til at
segja, þá er þetta svá rélt í alla slaði, at hér má
ekki í móti mæla. En þat ætlaða ek, at ek einn myndi
nú kunna þessa lagarétting — nú er Njáll er dauðr;
því at hann einn vissa ek kunna«. Þessi svör Skafta
sýna samvizkusemi hans og óhlutdrægni; því að
hægt hefði lionum verið að segja það lögleysu, er
þeir Ásgrímur fóru með, hefði hann viljað nokkurs
í hefna, því að engiun gat hrakið úrskurð hans, og
hefði orðið við það að sitja, er hann sagði.
Þá er þeir Ásgrímur (Mörður Valgarðsson) höfðu
komið málsókn sinni í óefni, svo að eigi var lengur
9*