Andvari - 01.01.1916, Page 141
Andvari.]
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
133
þá var orðinn. Alls ekkert hafði Skafti til saka unn-
ið. Hann neitaði þeim að vísu um ílokksfylgi, og var
það beint skylda hans, en hins vegar hafði hann alls
ekki gengið í lið með Flosa, og var hann því að öllu
saklaus. En hann var og lögsögumaður landsins
og æðsti stjórnandi þingsins, og þá verður því ó-
svífnislegra þetta frumhlaup Ásgríms, og er því eng-
in bót mælandi, og hefði átt að varða fjörbaugsgarð,
ef Skafti hefði rekið rjettar síns. En látum söguna
segja frá. Þá er nokkru síðar varð nokkur hvíld á
uin bardagann, kom Snorri goði að með ílokk sinn,
og var þá Skafti í liði með honum, og hljópu þeir
þegar í milli þeirra. Náðu þeir þá eigi að berjast.
Þá voru grið sett, og skyldu þau haldast um þingið.
Daginn eftir var talað um sæltir, og þá lýsti Kári
Sólmundarson því, að þótt allir aðrir sættist á sín
mál, þá skyldi hann eigi sættast. Þessi orð Kára
mislíkuðu Skafta stórum, sem eðlilegt var, þar sem
það var áhugamál lians, að sættum yrði komið á, og
þá stóð hann upp og mælti: »Betra hefði þér verit,
Kári, at renna eigi frá mágum þínum ok skerast nú
eigi ór sáttum við góða menn«, og má af þessum
orðum sjá, hve Skafta hefur verið gramt í geði við
Kára, þar sem hann stillir eigi betur skapi sínu og
orðum sínum en svo, að liann bregður Kára um það,
er hann hljóp brott úr brennunni, en það er Ijóst,
að það var bein skylda Kára við sjálfan sig og aðra,
að bjarga fjörvi sínu, ef þess mátti nokkur kostur
verða. Sagan segir, að Kári hafi þá kveðið þrjár vís-
ur, og rita jeg hjer tvær þeirra, með því að þær
koma Skafla við:1)
1) Sjá Nj. II. 544 og 566, og eru'vísurnar pá teknar
upp, eins og Konr. Gíslason hefur gengiö frá þeim.