Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 144
136
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
[AndvarK
þessu, og fjell Þórgils fyrir Þórgeiri, en Þórmóður
feldi þrjá fjelaga Þórgils. Ásmundur hærulangur var
aðili að eftirmálinu um víg Þórgils og stefndi hann
málinu til alþingis. Annar aðili að eflirmálinu var
Þórsteinn Kuggason, kappi mikill og ofstopamaðuiv
En Þórgils Arason á Reykhólum studdi þá fóstbræð-
ur og kom hann Þórgeiri utan og bauð á alþingi
fjebætur fyrir vígið, ef Þórgeir yrði þá sýkn. Hann
leitaði til varnar í málinu, hvort þeir ætti eigi allan
veiðiskap frjálsan á almenningum, og var Skafti þá
spurður, hvort þetta væri lögvörn, en liann sagði, að
það væri lög, ef þeir væri jafnir menn, en sagði, að1
fyr ætti að taka bændur en einhleypingar, og var
þetta svar bæði viturlegt og sanngjarnlegt, sem allir
mega sjá, enda fór svo, að Þórgeir var sekur ger. —
Þetta var árið 1014.
Hvert traust menn liafi borið lil Skafta og hve
ráðhollur og úrræðagóður liann hafi verið talinn og
fús að leysa hvers manns vandræði, ef hann mætti,
ma sjá af því, er Þórhallur á Þórhallsstöðum í For-
sæludal leitaði hjálpar Skafta í þeim heimilisvand-
ræðum sínum, er hann gat eigi fengið sauðamann
sökum reimleika, er þar þólti á liggja. Þórhallur reið
til alþingis (1014) og gekk í búð Skafta, en Skafti
fagnaði honum vel og spurði tíðinda. Þórhallur sagði
honum frá vandræðum sínum og Skafti fékk hon-
um sauðamanninn og sagði, að öðrum mundi eigi
vænt horfa, ef hann geymdi eigi fjárins fyrir aíls
sakir og áræðis. En sauðamaðurinn var Glámur hinn
alkunni, er Grettir glímdi við nær jólum sama árið,
ættaður úr Svíþjóð úr Sylgsdölum, mikill og sterkur
og eigi við alþýðuskap, undarlegur í yfirbragði, blá-
eygður og opineygður, úlfgrár á hárslit. Þórhalli brá