Andvari - 01.01.1916, Side 146
138
Skafti lögsögumaður Þóroddsson.
lAndvari.
hafði eigi fram komið á Húnavatnsþingi fyrir frænd-
um Atla. Þeir frændur Atla sóltu Skafta að málinu,
en Jjann kvaðst sjá lögvörn í því, svo að þar mundi
fullar fjebætur fyrir koma. Síðan voru málin í gerð
lagin, og var það ílestra ællun gerðarmannanna, að
vígin mundu á standast Atla og Þórbjarnar, en er
Skafti vissi það, gekk liann til gerðarmanna og spurði,
hvaðan þeir tóku það. Þeir kölluðu þá jaína menn,
er vegnir voru. Skaí'ti spyr: »Hvárt var fyrr, Grettir
sekr gerr eðr Atli veginn?« En er það var reiknað,
þá varð það vikumunur, er Grettir var sekur ger á
alþingi, en hitt var þegar eftir þingið. Þá mælti Skafti:
»Þat grunaði mik, at yðr myndi yfir sjást um mála-
tilbúnaðinn, at þér helduð þann aðila, er sekr var
áðr ok hvárki mátti sín mál sækja né verja. Nú segi
ek Gretti ekki eigi at gera með vígsmálinu, ok taki
eftirmál sá, er næstr er at lögum«. Þá mælli Þór-
oddur drápustúfur: »Hverr skal þá svara víginu Þór-
bjarnar bróður míns?« »Sjái þér sjálíir fyrir því«,
segir Skafti; »en eigi inunu frændr Grettis ausa fé
fyrir hann eðr verk hans, ef hánum kaupist engi
friðr«. Svo fór, að Þóroddur varð að lúka bælur fyrir
víg Atla, en fjekk engar bætur fyrir víg Þórbjarnar
og sonar lians. En þó að Skafti styddi þannig mál
Grettis, og þó að lögum, og væri honum hlyntur,
enda eitthvað skyldur honum, þá vildi hann þó ekki
taka við Gretti, er hann eilt sinn í sekt sinni leitaði
til hans, því að eigi liefur Skafta þótt það sæma, að
hann hjeldi seka menn, og má af því enn sjá, hversu
hann vildi lögum fylgja og eigi vamm sitt vita sem
lögsögumaður. En liitt lýsir Skafta, að góðviljaður
maður hefur hann verið, er hann hitti á þingi (1017)
Þórgils Arason á Reykhólum og sagði við hann: »Er