Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 147
Andvari.]
Skafli lögsögumaður Póroddsson.
139
þat salt, Þórgils, at þú liafir haldit þá þrjá menn í
'vetr, er mestir ójafnaðarmenn þykkja vera, ok þó allir
sekir, ok stilt þá svá, at engi hefir öðrum mein gerl?«
I’órgils segir, að það var satt. Skafli mælti: »Mikill
höfðingsskapr er slíkt«. Skafti lofar Þórgils fyrir þetta,
og er sem það megi skilja á orðum hans, að hann
liefði gjarna viljað sýna slíkan höfðingsskap og
skjóta skjóli yfir seka menn, sem mjög áttu illa æfina
einatt, ef hann liefði mált því við koma sökum stöðu
sinnar. Þessir seku menn, er Þórgils hjelt, voru þeir
fóstbræður Þórgeir og Þórmóður og Grettir. Getur
verið, að Skafta hafi i raun og veru þótt vænt um
þetta sjerstaklega sökum Greltis. Pví hafði Skafti
heitið, að ganga fyrir sýknu Gretlis, er hann liefði
20 vetur í sekt verið, en hann andaðist nokkru fyr,
og var Gretti það skaði mikill.
í*á kemur Skafti Þóroddsson nokkuð við deilur
þeirra Valla-Ljóts og Guðmundar liins ríka á Möðru-
völlum (1008) og var til nefndur að leita um sættir
milli þeirra út af drápi Þórvarðs Þórgrímssonar, og
vildi Guðmundur sættast og Ljótur lók því eigi illa,
og var Þórvarður bættur tveim hundruðum silfurs.
í annað sinn (1010) átti og Skafti hlut í að sætta
þá. Út af vígum hafði Guðmundur farið á hendur
Valla-Ljóti, en náði honum eigi og skaut þá spjóti
eftir lionum. Ljótur tók spjótið og fór heim og varð-
veitti. Það var gullrekið, og kvað hann Guðmund
hafa sent sjer og komið með það sjáltur. Á alþingi fór
•Guðmundur með vígsmálið á hendur Ljóti, og reyndu
menn að koma sættum á. Ljótur fann Skafta að
máli, og segir honum alt sem var, og bað hann fara
með sjer til Guðmundar og færa honum spjótið, og
er þeir komu þangað, var Guðmundur nokkuð stygg-