Andvari - 01.01.1889, Side 7
I.
Sigurður Guðmundsson málari.
P
J- yrir liðugum íimmtíuárum fæddist Sigurður Guðmuuds-
son málari, 13. marz 1833, á Hellulandi í Hegranesi.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Guðmundi Ólafs-
syni og Steinunni Pjetursdóttur, þangað til hann var 16
ára. pá sigldi hann til Kaupmannahafnar og var í
nokkur ár í listaskólanum í Kaupmannahöfn. Sumarið
1856 kom hann hingað til íslands og ferðaðist um
á Norðurlandi. Um haustið fór hann aptur til Kaup-
mannahafnar og var par þangað til vorið 1858. pá fór
hann aptur til íslands, ferðaðist um Yesturland, en fór
um haustið til Reykjavíkur, settist þar að og var þar,
þangað til hann dó 8. sept. 1874, 41 árs að aldri.
Meðan hann var í Kaupmannahöfn, lærði hann
málaralist, en hætti svo að miklu leyti við hana og fór
að rannsaka, hvernig kvennbúningar hefðu verið hjer á
íslandi í fornöld, og skrifaði siðan ritgjörð um þetta, er
kom út í Kýjum fjelagsritum 1857.
Eptir að hann var kominn hingað til Reykjavíkur,
hætti hann smátt og smátt nærri aigjörlega við þá list,
er hann hafði lært, en var að grafa upp, hvar fornir
munir fynndust í landinu, og safna þeim saman. Hann
hjálpaði til þess að búa út leiki, sem leiknir voru hjer
i bænum, en hafði annars enga atvinnu. Menn sáu
Andvari XV. 1